Ljósvakinn - 01.01.1928, Page 2

Ljósvakinn - 01.01.1928, Page 2
2 LJÓSVAKlNiN Jpjóðirnar og Alþjóðabandalagið. Svar þjóðanna við friðarráðstöfunum Pjóðbandalagsins. Fjórhleypt vélbgasa, sem skýlur S000 kúlum ú mlnúlu, Á árunura rétt áður en heimsstyrjöldin gaus upp, var það mál margra og ef til vill einnig trú margra, að mannkynið hefði náð því menningarstigi, að stríð milli mentaþjóða heimsins væri óhugsandi. En ófriðurinn kom samt — hinn ógurlegasti og viðbjóðslegasti, sem sögur fara af. Á meðan þessi áflog stóðu yfir, sem öll stórveldi heimsins tóku þátt í á árunum 1914—18, var aftur og aftur sagt, að þessi trölladans yrði til þess að ófriður ætti sér ekki framar stað. Yrði beinlínis til þess að strfð væri kveðið niður til fulls. Þelta varð svo nokkurskonar alþjóða orðtak, sem án efa varð til þess að blása að kjarki hjá mörgum, sem liðu óumræðilega eymd og urðu fyrir missi, sem heimsófriðurinn hafði í för með sér, fyrst og fremst þeim, sem beinlinis tóku þátt i honum, og einnig þeim sem hlutlausir vildu vera. Og þetta orðtæki geymdist eftir að ófriðnum hætti. En ekki leið á löngu, að orðtæki þetta þagnaði. Og nú hér um bil niu árum eftir að friður var saminn, finst ekki nokkur maður, sem fylgist með viðburðum dags- ins, er trúi því að friðurinn, sem saminn var 1918 leiði til algerðrar afvopnunar. Friður! Var samtal herforingjanna i járn- brautarvagni Fochs hershöfðingja kl. 11, 11. nóv. 1918, undanfari raunvirulegs friðar? Var ekki orðtæki hugsjónamann- anna: nstriðið sem endar allan ófriða, skömmu seinna breytt i annað, sem óneit- anlega er ekki eins glæsilegt: »eftir stríð kemur annað stríð?« Að sönnu hafa fall- byssurnar i Evrópu hvflt sig sfðan hinn umrædda 11. nóv. En ætli maður hafi ekki ástæðu til að spyrja: Ef það ástand, sem rikt hefir meðal Evrópuþjóðanna og víðsvegar um heim siðan er heimsófriðn- um linti kallast friður, hverskonar ástand mun þá verða í næsta ófriði? Það er staðreynd, að framsýnir menn innan stjórnmálanna og meðal stjórnvitr- inga nútímans, draga ekki dul á, að striðs- hætta er yfirvofandi og strið muni koma innan fárra ára, og það mikið ógurlegra og örlagafyllra en það strið, sem nefnt hefir verið heimsófriðurinn mikli. Og því miður, vantar ekki fyrirboða, sem benda ótvirætt í þessa átt. Fyrirboðar striðsins eru ofmargir til að hægt sé að lala um þá alla í blaðagrein. Á öllum sviðum rikir órói og æsing, sem ef heldur áfram i sömu átt, verður til þess að ofreyna þolinmæði einstaklinganna. Það ber ekki á því að æsingin fari minkandi — því miður — miklu fremur er hægt að sýna fram á að óróinn eykst dag frá degi, menn verða miklu fremur óhaldinorðari en fyr (2. Tim. 3, 3) og það svo miklu uneir en nokkru sinni fyr, bæði hvað ein- staklingum við kemur og stéttum — og siðast en ekki sizt meðal stjórnmálamanna

x

Ljósvakinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.