Ljósvakinn - 01.01.1928, Page 3
LJÓSVAKINN
3
þjóðanna, sem verður þá meðal þjóðanna
sjálfra. þetta er daglegur viðburður; það
er aldarháttur þessarar aldar; andi þess-
arar aldar, skaðlegur sjúkdómur í þjóð-
félaginu eftir ófriðinn — nokkurskonar
sálfræðilegt afbrygði í tilraunum einstak-
linganna.
Eftir að þessi orð voru skrifuð las ég
eftirfarandi setningu úr ræðu próf. Stangs,
sem er formaður nefndar þeirrar er út-
hlutar Nobelsverðlaunum. Ræðuna hélt
hann er úthlutað var friðarverðlaunun-
um til Ferd. Buisson og Ludwig Quidde
10. des. síðastl.: »Striðshættan er ekki að
eins frá hinum ýmsu ríkjum, frá undir-
búningi þeirra og stjórnmálastefnu. Hættan
er eins i geðbrigðum fjöldans, frá sálar-
Iffi einstaklinganna«. Þetta mun ómótmæl-
anlega satt vera.
Einkennileg starfsemi.
í mörg ár hefir verið til starfsemi, sem
nefnd hefir verið alþjóðabandalagið. Fram-
kvæmdarafi þess liefir verið meðal manna,
sem haldið hafa tundi með sér og eru af
þeim þjóðum heimsins, sem viðurkenna
þessa starfsemi á pappirnum. Hið mikla
og göfuga takmark þess á að vera, að
vinna að samvinnu og samlyndi meðal
þjóða þeirra, sem senda fulltrúa sina á
fundi þess, til þess að ráða úr deilumálum
og deiluefnum á friðsamlegan hátt o. s. frv.
Eitt af þvf sem haft var á oddinum við
stofnun bandalagsins, var það, að þetta
yrði ráð til þess að kveða niður styrjaldir.
Spor til að afnema strfð er að draga úr
vígbúnaði. Og að draga úr vígbúnaði ætti
að vera spor til afvopnunar, og það er
án efa nokkuð, sem allar þjóðir vildu
gjarna að ætti sér stað. Víst er um það,
að óhætt er að segja að mikill meiri hluti
fólks mundi vera með hugsun þeirri að
draga úr vfgbúnaði, og jafnvel koma á af-
vopnun, að svo miklu leyti sem það sæi
það tiltækilegt og mögulegt.
Það er þvf ekki nema réttmæt hugsun,
að menn þeir sem vinna að slfku málefni,
sem alþjóðabandalagið hefir með höndum,
haíi mikinn meiri hluta allra viðkomandi
einstaklinga i rikjunum að bakhjarli og
vinni í samræmi við óskir þeirra. Og hvað
annað ætti að skapa heppilegan og góðan
árangur af verki þeirra? En hvernig er
nú ástatt með málefnið í raun og veru?
Slríðsvagn á leið yfir nujrlendi.
Nú komum við að staðreynd, sem ekki
að eins er undraverð, en líka mjög þýð-
ingarmikil. Við fáum, hvorki meira né
minna, en svar þjóðanna við kostgæfnu
starfi Pjóðbandalagsins. Við getum ekki
annað en lýst undrun vorri yfir því svari.
í hér um bil niu ár eftir að heimsófriðn-
um linti, hefir Pjóðbandalagið unnið að
þvi að minka vígbúnað rikjanna. En hver
hefir orðið árangurinn af hinni viðtæku
starfsemi þess? Striðshættan hefir ekki
minkað, að svo miklu leyti að mögulegt
sé að sjá. Þjóðirnar hafa alls ekki hætt
að hugsa um ófrið. Ástandið eins og það
er í dag er