Ljósvakinn - 01.01.1928, Page 6
6
LJÓSVAKINN
inn er augum manna. I hinum ósýnilega
heimi ber viö ýmislegt, sem er í nánu
sambandi við viöburöi þá, sem nú gerast
fyrir augum vorum. Þetta getum við að
eins stuttlega athugað til að enda með.
Þriðji kap. hjá Jóel hefir að geyma ýms
orðatiltæki, sem ljóslega benda til þess að
það eru hinir síðustu dagar, sem hann
fjallar um. í*ar lesum við um »hinn mikla
og ógurlega dag Drottins« og um »dóm-
inn«. 1 þessum kap. er greinilega sagt
fyrir um hernaðarráðstafanir meðal þjóö-
anna á síðustu tfmum. Þær munu taka
sig saman til ófriðar f stórum stíf. »Flokk-
arnir þyrpast saman í dómsdalnum; því
að dagur Drottins er nálægur í dómsdaln-
um«. Lesið þenna kap. með eftirtekt og þið
munuð finna að hann er að byrja að rætast.
Ef hægt væri er talað enn skýrar um
þetta í 16. kap. í Opinberunarbókinni.
Þar er það dregið fram, að meir en mann-
legir kraftar séu að starfi, i sumum þeim
atburðum er eiga sér stað við endi þessa
heims. Guð sýndi Jóhannesi, að við undir-
búning þess mikla veraldarstríðs' er ætti
sér stað rétt fyrir endurkomu Frelsarans,
mundu andar starfa með sérstökum krafti
meðal mannanna. Og tökum eftir hvað
þessir andar gera, þessir vondu andar:
»Feir eru djöfla-andar, sem gera tákn
og ganga út til konunga allrar heimsbygð-
arinnar, til að safna þeim saman til stríðs-
ins á hinum mikla degi Guðs hins al-
valdaa. þetta strfð mun standa yfir undir
plágunum og ná hámarki sinu undir hinni
sjöttu af hinum sjö plágum, sem Guðs orð
talar um að helt verði yfir jörðina eftir
að náðartíminn er úti. En sjálfsagt er
heimilt að álykta, að áður en þessi úr-
slita orusta hefst muni undirbúningur vera
að hálfu þjóðanna í lengri eða skemmri
tíma. Þetta virðist og liggja f orðum spá-
dómsins, sem segir að þeir munu ganga
út til að safna saman til strfðsins.
Hérna höfum við ráðningu á gátunni,
hina eiginlegu orsök þess að þjóðirnar búa
sig svo ósleitlega til striðs þrátt fyrir óskir
fjöldans um hið gagnstæða; og sem hafa
komið i ljós á þann hátt að stofna al-
þjóðabandalagið til þess að vinna að friði
og afvopnun. Það væri sannarlega óskandi
að þetta háleita takmark gæti náðst, og
þess óska vfst flestir. En vitandi það að
Guðs orð f þessu, sem öllu öðru talar
ótvíræðan sannleika, erum við í engum
efa um hvert ber að siðustu. Engin mann-
leg stjórnmálastarfsemi, vizka eða kraftur
getur gert orð Guðs kraftlaust. Og þaö
sem nú skeður á þvi sviði, sem um hefir
verið rætt í framanritaðri grein, staðfestir
fyllilega spádóminn. Það er svar þjóðanna
við friðarráðstöfunum alþjóðabandalagsins.
E. A.
Hvað það kostaði hann.
»Hvers virði er þessi eign?« sagði maður
nokkur við annan mann i þvi að þeir óku fram
hjá fögrum herragarði, umkringdum frjósömum
ökrum.
»Eg veit ekki hvers virði hún er, en ég veit
hvað hún kostaði síðasta eiganda«.
»Hvað kostaði hún hann?«
»Sáiu hans«.
Báðir voru hljóðir um stund, svo sagði hinn
siðari:
»Sá, sem við tölum um var sonur ráðvands
og heiðarlegs verkamanns. Á æskuárum var
hann einlægur og heittrúaöur; hann vann á
stórri verzlunar-skrifstofu. Hann elskaði Frels-
ara sinn af öllu hjarta þangaö til hann varð
meöeigandi verzlunarinnar og meðlimur hluta-
félagsins. Við það fékk hann meira að starfa
og enn meira að hugsa um. Áhugi hans i and-
legum efnum fór smáminkandi, en áhuginn
fyrir tímanlegum auðæfum vaxandi. Áhyggjur
þessa heims kæfðu orðiö. Hann var ekki gamall
þegar hann var orðinn auðugur. En hann var
svo fátækur i hjarta sinu, að cngum sem þekti
hann gat til hugar komið, að hann hefði eitt
sinn elskað og tiiheyrt þeim sem sagði: »Sælla
er að gefa en þiggja« Hann keypti svo þessa
stóreign og reisti þetta skrautlega hús. Nokkru
síðar varð hann heilsuiaus og dó. Skömmu
fyrir andlát sitt sagði hann:
»Velgengni mín hefir orðið eyðilegging min«.
Hversu auðvirðilegt það verð var, sem hann
seldi eilífa iífið fyrirt En gera ekki margir
hið sama?
»Að hvaða gagni kæmi manninum þótt hann
eignaðist allan heiminu, en liði tjóu á sálu
sinni?«