Ljósvakinn - 01.01.1928, Blaðsíða 7

Ljósvakinn - 01.01.1928, Blaðsíða 7
LJÓSVAKINN 7 Ösamlyndið innan þjóðfólagsins. Hver skyldi vera hin raunveru- lcga ástæða ósamlyndisins milli þjóðfélagsstéttanna nú? Skyldi pessi órói, sem á sér stað i þjóðfélags- lífinu hafa nokkura sérstaka og eftirtektarverða pýðingu? Þaö öngþveiti, sem þjóðfélögin yfir leitt eru komin i nú á tímum, er vel þess vert að tekið sé til athugunar, og menn beini huga sínum sérstaklega til þess. fað er vitanlegt að vandræðin eru viðtæk, og koma svo við einstaklingana, að fólk get- ur ekki annað en tekið eftir þeim. En svo er það líka enn þá nauðsynlegra að veita þeim sérstaka athygli fyrir það, að einmitt þetta ástand svarar nákvæmlega til þess, sem Heilög ritning segir fyrir að verða muni á hinum siðustu dögum i sögu þessa heims. Þegar maður heyrir um eða sér með eigin augum ýmiskonar aukna spillingu og ranglæti sem á sér stað hér og þar í hinum mentuðu löndum, freistast maður ft til að fella strangan dóm yfir þeim er virðast vera valdir að þessum vandræðum, hvort heldur það er gagnvart einstakling- um eða heilum þjóðum. Því miður er oft ástæða til að áfellast ýmsa, sem leita eigin hagsmuna með hnefaréttinum, hvort held- ur það eru einstaklingar eða félög, því ofbeldi og hnefaréttur er æfinlega af hinu illa og leiðir hér um bil alt af til órélt- lætis. Svo mikið er og víst, að margt, sem kemur fyrir er náttúr- legt og fer eftir sama lögmáli og pendulið, sem fer alt af fram og til baka. Sé það komið yfir lóðlínuna öðru meginn, hlýtur það að fara yfir hins vegar líka. t*etta kannast allir við frá eðlis- fræðinni, og sama lögmál gildir stundum i mannfélaginu — og þarf maður ekki annað en at- huga sögu umliðinna alda til þess að sannfærast um að svo er. Hafi ein þjóð undirokað aðra og farið rangsleitlega með hana hefir aldrei hjá því farið að uppgerðardagur hafi komið fyrir hinni sömu þjóð. Hafi ein stélt þjóðfélagsins vanbrúkað aðstöðu annarar stéttar, sem verri aðstöðu hafði þá í svipinn, þá hefir æfinlega fyr eöa síðar komið að þvi að gera þetta upp. Og á sama hátt fer fyrir öllum sem rang- læti fremja — reikningsskapartími þeirra kemur á sinum tima. Hvers eðlis sem ranglætið hefir verið, hvort heldur hjá þjóðum, stéttum eða einstaklingum, hefir mannkynið aftur og aftur orðið að viður- kenna að réttlætisákvæði hins Hæsta verða ekki brotin án þess að líða samsvarandi hegningu fyrir. Það er ekki markmið vort að reyna að sýna fram á hvar rétturinn og ranglætið hafi verið í fortíðinni eöa hvar hann sé . Kappakstur.

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.