Ljósvakinn - 01.01.1928, Qupperneq 10

Ljósvakinn - 01.01.1928, Qupperneq 10
10 LJÓSVAKINN kveinið yfir eymdum þeim, sem yfir yður munu koma. Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin möletin, gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið, og ryðið á þvf mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur; þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögum. Sjá laun verka- mannanna, sem hafa slegið lönd yðar, þau er þér hafið haft af þeim, hrópa, og köll kornskurðarmannanna, eru komin til eyrna Drottins hersveitanna o. s. frv. Jak. 5, 1. Þegar maður les áfram, sér maður að hér er talað um endurkomu Drottins fyrir dyrum. Spádómurinn á sérstaklega við hina síðustu tlma. Með öðrum orðum það er talað sérstaklega um þann tíma er við nú lifum á. Þetta er sannanlegt og ber- sýnilegt, því aldrei hefir auðurinn verið safnaður saman á eins fárra manna nöfn og einmitt nú. Eftirfarandi tölur sýna þetta að nokkru leyti. Upphæðirnar eru í dollars. Henry Ford.................... 1200 milj. Rockefeller & s............... 600 — Andrew W. Melonn Hertoginn af Westminster Engl. Edward Harkness Basil Zarahoff Vincent Astor . . F. W. Vanderbilt George F. Baker . Thomas B. Walker Alfr. Lowenstein, Belgíu Baron Mitsu, Japan Þetta eru nokkrir af þe auðmannanna. Ætti maður aö telja upp hina fátœkari meðbræður þeirra, sem eiga að eins eign, sem mætti sýna með átta tölustöfum, yrði það löng og þreytandi röð að renna augum yfir. Uessi misskifting auðsins er nú samt ekki eina ástæðan fyrir vandræðunum og æsingunum innan þjóðfélaganna nú á dög- um. Það er viss ástæða hið innra með mönnunum, sem Ritningin bendir á. Þar stendur ekki að eins að menn séu eigin- gjarnir heldur einnig ósáttfúsir. (2. Tím. 200 — 200 — . . 125 — . . 125 — . . 100 — . . 100 — . . 100 — . . 100 — . . 100 — . . 100 — m rikustu rneðal 3, 2. 3.) Þetta orð er lagt út með nokkuð mismunandi orðatiltækjum i hinum ýmsu þýðingum, svo sem: óhaldinorðir, lang- ræknir, óáreiðanlegir. í hinni aut. ensku þýðingu, er notað orðatiltæki, sem mundi þýða á voru máli: friðrofi gagnvart gerð- um samningum. Meiningin mun vera sú að menn koma sér ekki saman og sættast ekki heilum sáttum, vegna þess hve illa þeir búa hver við annan. Nokkuð er það, að baráttan fyrir hinu daglega brauði lýs- ir sér sem beinn ófriður milli stéttanna innan þjóðfélaganna. Hversu nákvæmlega rætist Ritningin ekki? Ekkert orð raskast. Menn þeir sem á einn eður annan hátt táka þátt í óeirð- unum, uppfylla spádóma Ritningarinnar og staðfesta sjálfir með eigin breytni hið spá- dómlega orð. Einhverjir spyrja: Hve lengi munu þessi vandræða viöhorf haldast? Skyldi þetta ástand geta haldist lengi? Því mætti svara: Jafnvel þó að ástandið verði ýmsum breyt- ingum undirorpið, að hve miklu leyti æs- ingar ná tökum á mönnum og hve víða þetta nær, þá gefur Heilög ritning enga bendingu um, að ástandið eins og það nú er breytist nokkuð til batnaðar fyr en Kristur kemur aftur og stofnsetur það rfki þar sem réttlætið rfkir. Fyrst þá linnir hinum erfiöu timum. Þá fyrst verður full- kominn friður. Væntum þess dýrðlega dags og undirbúum okkur til að mæta honum. Þegar hirðirinn verður þess var, að hann vantar einn sauð, ann hann sér engrar hvíldar. Hann yfirgefur þá niutfu og níu í sauðabyrginu, og fer að leita að þvi, sem tapað er. Því dimmari sem nóttin er — því meira sem óveðrið er — þvi kviðafyllri er hirðirinn og þess ákafari verður leit hans. Jesús segir: »Ég er góði hirðirinn; góði hirðirinn leggur líf sitt i sölurnar fyrir sauðina«. Jóh. 10, 11.

x

Ljósvakinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.