Ljósvakinn - 01.01.1928, Side 11
LJÓSVAKINN
11
Auða spjaldið.
F. Robertson.
Það var á afmælisdaginn hans Jóhanns.
Hann hafði lengi hlakkað til afmælisdags-
ins og nú var hann kominn, loksins. Um
morgunverðarbilið gaf faðir hans honum
fallegan bát tii þess að sigla með. Jóhann
gat varla látið vera að dansa fram og
aftur i herberginu.
»Ó, pabbi!« hrópaði hann. »Þelta er
falleg afmælisgjöf«. Þá kom einhver aftan
að honum og kysti hann á hvirfilinn.
»Vonandi færðu margar afmælisgjafir,
drengur minn«, sagði móðir hans.
»Ó, mamma«, sagði Jóhann blóðrjóður
i framan, »sjáðu hvað pabbi hefir gefið
mér; er þetta ekki fallegur bátur?«
»Jú, hann er fallegur«, sagði mamma
hans, sem auðsjáanlega var á sama máli.
Þegar þau voru — eftir fimm minútur
— farin að borða, sagði hún við Jóhann:
»það er eitt, sem þú verður að lofa mér
og muna eftir að efna, og það er að þú
farir aldrei einn ofan að vatninu með
bátinn þinn«.
»1*80 máttu vera viss um«, svaraði Jó-
hann strax.
En þó fór það svo. — Daginn eftir kom
eitthvað það fyrir, sem varð til þess að
pabbi og mamma gleymdu bátnum. Mamma
kom ekki niður til þess að borða morg-
unverð, og pabbi hans Jóa sagði alvarlega:
»Þú mátt helzt ekki koma upp til
mömmu þinnar í dag. Hún er ekki vel
frisk og þarf að hafa það rólegt«.
Daginn eftir sagði pabbi Jóa aftur við hann:
»Þú mátt ekki ónáða mömmu þína í
dag, því læknirinn segir að hún verði að
hala næði«.
Drengurinn fékk nú ekki að fara inn í
baðherbergið, því þá mundi hann hafa
truflað þá veiku, er hann lét vatnið renna.
Hann gat þvi ekki siglt með bátinn sinn
þar. Hann gekk því um leiður. Hon-
um fanst hann alt i einu vera einmana
er hann starði yfir engið út um gluggann.
Alt í einu kom hann auga á vatnið. Hvers-
vegna ætli ég geti ekki siglt þar með litla
bátinn minn, hugsaði hann með sér.
Hjartað barðist í brjósti hans af áhuga,
að komast að vatninu, er hann gekk af
stað — — en hann gleymdi einhverju.
Þegar hann kom niöur að vatninu,
gleymdi hann öllum erfiðleikum og leið-
indum meðan hann horfði á skipið sitt,
sem skreið eftir vatninu. Oft hrópaði hann
upp yfir sig af ánægju. Loks dró hann
bátinn í land, þurkaði vandlega af honum
með vasaklútnum sinum, og fór svo af
stað heim.
Jóhann litli var nú orðinn svangur. Og
þegar hann var kominn hálfa leið kom
önnur tilfinning einnig til greina. Honum
kom alt í einu til hugar loforðið, sem
hann hafði gefið mömmu sinni, um að
fara aldrei einn ofan að vatninu með bát-
inn. Hvað hafði hann gert? Hanu stóð
augnablik sem steini lostinn. Iljartað virt-