Ljósvakinn - 01.01.1928, Page 12
12
LJÓSVAKINN
ist vera stansað í brjósti hans. Hann hafði
brotið loforð silt. Hann mundi ekki eftir
öðru eins á æfi sinni. Hann varð alt í
einu svo þreyltur í fótunum og báturinn
var lika orðinn þungur alt í einu.
Pegar hann kom heim, skildi hann bát-
inn eítir niðri í ganginum, en gekk hægt
upp á loft að herbergi móður sinnar.
Þegar hann kom að dyrunum voru þær
opnaðar og ókunnug stúlka kom út —
hún var í hvitum fötum með hvíta húfu
á höfðinu. Hún stöðvaði hann, þegar hann
ætlaði að smjúga inn fram hjá henni.
»Þú mátt ekki fara inn«, sagði hún.
»En — — jú — ég þarf að segja henni
mömmu nokkuða, sagði Jóhann og varð
rjóður í framan, og varir hans báru vott
um, að hann þyrfti ekki mikið til að fara
að gráta.
»Þú verður víst að bíða með það«, sagði
hjúkrunarkonan.
»En það er mjög áríðandi«, sagði dreng-
urinn með tárfylt augu. En hjúkrunar-
konan gerði ekki annað en að hrista höf-
uðið. Nú heyrðist bávaði úti fyrir. Lækn-
irinn var að koma. Jóhanu varð alveg
utan við sig.
»Læknir. Má ég ekki tala við hana
mömmu«. Hann ætlaði að fara að gráta,
en stilti sig svo. »Ó, lofaðu mjer að sjá
hana. Pað er nokkuð, sem ég þarf endi-
lega að segja henni. Nokkuð, sem er mjög
þýðingarmikið«.
»Ekki í dag, vinur minn«, sagði Iæknir-
inn við hann.
Þegar hann sá hve Jóhann litli varð
sorgmæddur, þá iðraðist hann
næstum að hafa vísað drengn-
um á bug og sagði:
»En þú gætir skrifað mömmu
þinni brjef og sagt henni eitt-
f hvað um þelta afar-þýðingar-
mikla efni. Heldur þú ekki,
að þú getir það?«
IJetta varð til þess að gefa
drengnum von. Bréf — það
mundi vera betra en ekkeit.
Hann gekk með hægð inn í
herbergið sitt, greip spjaldið
sitt og settist með það.
»Kæra mammaki krotaði
hann á spjaldið. »Ég fæ ekki
að koma inn til þín, og þess
vegna skrifa ég þér þetta biéf
til þess að segja þér, að mig
hryggir það, að ég gætti ekki að því, að
halda loforðið. Ég sigldi með bátinn minn
einn við vatnið í dag. Ef þú vilt fyrirgefa
mér, þá þurka þú þelta af spjaldinu og
sendu mér það aftur. Þinn Jóhann«.
Þegar hann var búinn að skrifa þelta,
fór hann með spjaldið upp á loft og barði
hægt að dyrum. »Gerðu svo vel að fá
mömmu þetta«, sagði hann við bjúkrunar-
konuna.
t*ví næst fór hann inn til sín og lagðist
niður á teppið á grúfu, og honum fanst
hann vera svo afar-mikill einstæðingur.
Hann hefir liklega sofnað, því í rökkrinu
vaknaði hann alt í einu við, að einhver
stóð við hliðina á honum með spjaldið í
hendinni. »Móðir þín sendi mig með þetta
til þin«, sagöi hún um leiö og hún rétli