Ljósvakinn - 01.01.1928, Síða 13
LJÓSVAKINN
13
boDum spjaldið. Jóhann settist upp og
néri augun. Hafði mamma skrifað svar?
Nei, spjaldið var autt! Eu eftir að hafa
athugað það nánar, sá hann, að það var
vott. Það var undarlegt! Samt var hann
viss um eitt, og það var, að mamma hans
hefði fyrirgefið honum, því hann hafði
tekið það fram, að ef hún vildi fyrirgefa
honum, skyldi hún þurka út af spjaldinu.
Og spjaldið var autt. En það var vott.
Hvers vegna?
Og alt í einu skildi hann það, og gleði
hans breyttist snöggvast i sársauka. Mamma
hans hafði fyrirgefið honum, en hún hafði
felt tár af þvf nann hafði brotið loforð sitt.
Aldrei, ekki einu sinni löngu seinna,
þegar hann var orðinn fullvaxinn maður
gleymdi Jóhann hinu auða spjaldi, sem
tilkynti honum, að mamma hans hafði
fyrirgefið honum, og að það hafði valdið
henni tára.
Börn! Saga þessi hefir lærdóm að geyma.
Fyrst og fremst sýnir hún, að við eigum
að hlýða foreldrum okkar. Og ef við syndg-
um gegn Guði og hryggjumst af þvi og
jálum hana fyrir honum, þá mun hann
fyrirgefa okkur vegna Jesú Krists. En
syndir vorar hryggja vorn himneska föður.
Það hefir og kostað hann mikið, að geta
fyrirgefið oss. Það hefir kostað hann hans
elskaða son, Frelsara vorn Jesúm Krist,
sem varð að láta lífið á krossinum.
»Vér verðum læknuð fyrir hans benjar«.
Deilan um upprisuna.
Hvaða þýðingu hefir upprisukenningin í fagnaðarboðskapuum?
í hverskonar sambandi er upprisan við endurlausnarstarfið?
í* ví eru ekki allir sammála um þelta aliiði i frelsunaráforminu?
Bibliu-gagnrýning.
I’að var deila um upprisuna á dögum Jesú.
Og það er einnig deila um hana á vorum dögum.
Þá var það flokkur fræðimanna, er kölluðust
Saddukear, sem neituðu upprisu dauðra. Á vor-
um dögum eru það menn með öðrum nöfnum,
sem gera slíkt hið sama. Nú eins og þá eru
skiftar skoðanir um þelta þýðingarmikla atriði
kristindómsins.
Atriðið er mikils um vert, eins og hver maður,
sem rannsakar hina Heilögu ritningu með gaum-
gæfni kemst að raun um. Pað er líka yfirgrips-
mikið og bindur saman hina krislilegu kenningu.
Það er nú samt svo, að upprisukenningin hefir
einhvernvegin mist kraft og gildi í augum margra,
sem þó trúa fagnaðarerindinu. Ýmsar kenningar,
sem ekki eiga uppruna sinn í Bibliunni hafa
smeigt sér inn í kristnina og unnið þar hefð í
liugum fólks — en afleiðingin hefir svo orðið að
mönnum hefir fundist upprisan óþörf. Að minsta
kosti ekki séð fullkomlega hvert aðalatriði hún