Ljósvakinn - 01.01.1928, Side 15

Ljósvakinn - 01.01.1928, Side 15
LJÓSVAKINN 15 erum við samgrónir honum. Róm. 6, 3.-6. Fyrirheitið verður þá þetta: Guð hefir uppvakið Drottin og mun uppvekja oss fyrir kraft sinn. 1. Kor. 6., 14. En þar sem við vitum að Guð er trúr og fyrirheiti hans haggast ekki, þá vitum við einnig, að hann, sem vakti upp Drottin Jesúm, mun einnig uppvekia oss ásamt Jesú 2. Kor. 4., 14. Þetta eru alt áhrif hinna guðdómlegu laga, sem gilda i hinum ósýnilega heimi Guðs. Því ef andi hans (Guðs heilagi andi) sem vakti Jesúm frá dauðum, býr í yður, þá mun hann sem vakti Krist Jesúm frá dauðum, einnig gera lifandi dauðlega lik- ami yðar, fyrir þann anda sem býr í yður. Róm. 8, 11. Rélllætið verður til- reiknað oss, sem trúum á hann, sem vakti Jesúm Drottin vorn frá dauðum, því Frels- arinn var uppvakinn vegna réltlætingar vorrar. Róm. 4, 22—25. Samkvæmt fyrirheitum Guðs, sem aldrei geta raskast, um réttlætingu fyrir trú á hinn upprisna Frelsara, erum við endur- fæddir vegna miskunnar Föðursins til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. Höfum von um hjálpræði, sem er þess albúið að opinberast á hinum síð- asta tíma. 1. Pet. 1, 3.—5. Gætið að — það er lifandi von — það er engin óvissa. Alveg eins og lögmál náttúrunnar verkar daglega, eins víst mun Heilagur andi verka á þann, sem virkilega trúir á Jesúm og upp- risuna, og hann mún verða hluttakandi í hinu endanlega frelsi, sem opinberast á siðasta tima. Slíka lifandi von þarf hver maður að eignast. Hvað er ritað 1 Gamla testamentinu um upprlsuna? Þó að Nýja testamentið tali mikið meira um upprisuna, sem eðlilegt er, en Gamla testamentið, þá er þó Ijóslega gert grein fyrir henni í Gamla testamentinu. Maður tekur lika eftir, að Jesús sem og Pétur og Páll postular vitna í Gamla testamentið til stuðnings upprisukenningunni. Saddúkearnir, sem ekki trúðu uppris- unni, höfðu einu sinni komið sér saman um spurningu, er þeir lögðu fyrir Jesúm og héldu að hann yrði i vandræðum með að svara. Bæði Matt. (22, 23.-33.) og Lúk. (20, 27.-38) tala um heimsóknir þessara mótstöðumanna Jesú i þessu augnamiði. Svar hans við spurningum þessara skarpskygnu(l) gagnrýnenda var Andatrúarfundur. Andatrúin veikir trúna á upprisu holdsins á þessa leið: Þér villist, þar eð þér hvorki þekkið ritningarnar né mátt Guðs. (Matt. 22, 29.) og svo sagði hann við þá, hvort þeir hefðu ekki lesið það sem Guð hefði talað til þeirra. Guð, sem sagði við Mose við þyrnirunninn: Eg er Guð Abrahams, Guð ísaks og Guð Jakobs. Og svo bælti Jesú við þessari eðlilegu ályktun, að ekki væri Guð, Guð dauðra, heldur lifenda. Þegar Guð sagðist vera Guð þessara 3ja forfeðra, þá lá það i orðunum, að upprisa væri nauðsynleg til þess að Guð gæti verið Guð þtirra (því hann væri ekki Guð dauðra). Þetta svar sem vor guðdómlegi Meistari setur fram, er glögglega i gagnstöðu við þá hugsun, sem nú rikir i huga margra, að menn fari strax til himins um leið og þeir deyja. Abraham, ísak og Jakob voru eftir þessu ekki í himninum þá, þó að þeir væru dánir fyrir meir en tveim þúsund

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.