Ljósvakinn - 01.01.1928, Blaðsíða 16
16
LJÓSVAKINN
árum. Hefðu þeir verið þar, hefðu þeir
verið lifandi. En af svari Jesú sjáum vér,
að þeir voru meðal hinna dauðu. Eins og
aðrir, sem sofnað hafa í trúnni, bíða þeir
eftir því frelsi, sem mun opinberast á hin-
um siðasta tíma, þ. e. við endurkomu
Frelsarans, því það er þá, að upprisa rétt-
látra skeður. 1. Pess. 4, 16. 17.
Þegar Pétur og hinir postularnir sönn-
uðu á hvítasunnudaginn, að kenningin um
upprisuna væri í samræmi við Ritninguna,
vitnuðu þeir í spádóm Davíðs í Sálm. 16,
8. . . Frásagan um þetta finst í Posts. 2,
23.—32. Pétur postuli tekur það fram
þarna, að Davíð hafi ekki getað talað
þarna um sjálfnn sig, þvf að hann er
bæði dáinn og grafinn, og leiði hans er til
hjá oss alt til þessa dags. En af því Davíð
var spámaður, vissi hann hverju Guð hafði
lofað, talaði hann af því að hann sá það
fyrir (spáði) um upprisu Jesú Krists.
Á hinni fyrstu kristniboðsför sinni til
Antfokkíu, notaði Páll postuli þetta sama
í ræðu sinni, er hann hélt f Antiokkiu í
Pisidíu. Hann sér enn fremur sönnun fyrir
sama atriði í Jes. 55, 3., sem hann vilnar
til þannig: Yður mun ég veita heilögu
óbrigðulu fyrirheitin, sem Davíð voru gef-
in. Og einnig i 2. Sálm. finnur hann sönn-
un fyrir upprisunni. (Sjá Posts. 13, 32.-37).
Upprisan í sambandi við hið
endanlega frelsi.
Eins og bent hefir verið á, er það sér-
staklega poslulinn Páll, sem sýnir fram á
stöðu upprisunnar og þýðingu í írelsis-
áforminu. Eða með öðrum orðum, hann
er sá, sem með skýrustum orðum sýnir
oss fram á, hve nauðsynleg upprisan er;
og hvers vegna hún er svo nauðsynleg.
Þetta gerir hann í hinni dásamlegu fram-
setningu sinni í 15. kap. í 1. Korintubréfi.
í þessum söfnuði virðast hafa verið ein-
hverjir, sem ekki trúðu á upprisu dauðra.
Ef til vill hefir þelta fólk verið undir svip-
uðum áhrifum hugmynda og menn þeir á
Krists tímum, er ekki trúðu upprisunni
(t. d. Saddukear) eða þeirra á vorum tím-
um, sem ekki tiúa henni, vegna þess, að
þeir gera ráð fyrir því, að hinir trúuðu
séu nú þegar í himninum (kenning, sem
ekki hefir upptök sín i Heilagri ritningu),
hvernig, sem þessar hugmyndir hafa komið
til þeirra tíðar manna (það ætlum vér
ekki að tafa um í þessari grein), þá lekur
Páll posluli efnið fyiir til þess að upp-
fræða þá um sannleikann á þessu sviði
eins og öðru, og leiðrélta hina villandi
hugsun, sem smeygt hafði sér inn í hugi
meðlima safnaðarins (nokkurra).
Postulinn byrjar á því, að tala um upp-
risu Jesú, og bendir á að þeirri staðreynd
verði ekki neitað, og hún sé það, sem
sanni upprisu dauðra- og enn fremur, að
sé Kristur ekki upprisinn, svo risi heldur
enginn annar upp. í stultu máli: Ef mað-
ur ptédikar, að Ktistur sé upprisinn, þýðir
ekki að neita því, að aðrir rísi upp. Og
ef dauðir ekki rísa upp alment, þá þýðir
ekki að halda því fram, að Kristur hafi
risið upp. Petta tvent er bundið saman
svo ómögulegt er að skilja það að: Lesið
nákvæmlega 1. Kor. 15, 12. 13.
Þvf næst bendir postulinn á: ef Kristur
er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun
vor, ónýt líka trú yðar (14. v.). Petta
kemur máske mörgum á óvart. Minsta
kosti munu ekki allir hafa yfirvegað ná-
kvæmlega þessa röksemdaleiðslu Páls post.
Hvers vegna skyldi prédikun postulans
verða ónýt (árangurslaus, samkv. frum-
málinu), ef hinir dánu í trú rísa ekki upp?
Ef við fylgjumst með Páli lengra, eftir
að hann hefir játað sig hafa verið í gagn-
stöðu við Guð sinn (áöur en hann snéiist)
endurtekur hann aftur sömu yfirlýsinguna
í 16. v.: Pví ef dauðir ekki lísa upp, er
Kristur ekki heldur upprisinn. Og enn tek-
ur hann þelta fram með svipuðum orðum:
en ef Kristur er ekki upprisinn, er trú
yðar fánýt (þ. e. ónýt gagnslaus), þér eruð
þá enn i syndum yðar 17. v. (Kristur er