Ljósvakinn - 01.01.1928, Síða 21
LJÓSVAKINN
21
Þessari spurningu er búið að svara. Jesús,
sem bauð hvildardagshald í byrjun, sagði
að hvíldardagurinn hefði orðið til manns-
ins vegna. Það, að hvíldardagurinn var
gefinn manninum í byrjun, sýnir, að það
var ætlun Guðs að allir menn á öllum
löndum héldu hann. t*að stendur og að
hann helgaði hann, með öðrum orðum
að þessi dagur yrði notaður til heilagra
hugleiðinga og miskunnarverka. Allir lærðir
menn viðurkenna, að hið hebreska orð
feli þessa merkingu í sér. í’eytið lúðurinn
i Zion, stofnið til helgrar föstu, boðið há-
tíðastefnu (Joel. 2, 15 ). Orðið helga þýði
þá lika að ákveða, setja til hliðar. Og
þetta er einmitt það sem skaparinn gerði.
Hann ákvað að hvildardagurinn skyldi
helgur haldast. Hann varð til vegna allra
manna. En þrált fyrir þessa greinilegu
yfirlýsingu að hálfu Jesú, halda margir
þvi fram, að hvildardagurinn hafi verið
gefinn Gyðingum einum, alveg eins og
orðið maður þýddi sama og Gyðingurl
Það væri eins viturlegt að staðhæfa, að
Guð hefði skapað konuna handa Gyðing-
um einum, því við lesum í 1. Kor. 11, 9?
(þar er vikið að sköpuninni), þvi ekki var
maðurinn skapaður vegna konunnar, held-
ur konan vegna mannsins (sama orðið í
frummálinu i báðum þessum ritningar-
stöðum Mark. 2, 27. og 1. Kor. 11, 9 ). Ætli
nokkur segi það i alvöru, að úr því konan
var sköpuð vegna mannsins, að hún hafi
þá verið sköpuð að eins handa Gyðingum?
Grundvöllur hvíldardagsboðorðsins er
hinn sami á öllum tímum og gildir á öll-
um tímum jafnt. Og ástæðan er sú: að á
sex dögum skapaði Guð himinn og jörð
o. s. frv. Þetta Iiggur ekki að eins til
grundvallar gagnvart einni þjóð, heldur
öllum þjóðum. Gyðingar héldu hvíldar-
daginn einnig af öðrum ástæðum eins og
lika sumar aðrar þjóðir gerðu. En ástæða
sú, að menn haldi hvildardaginn liggur
eins fyrir öllum þjóðum; boðið nær þvi
til allra, hvort sem þeir nefnast Gyðingar
eða heiðingjar — nema einhver vilji koma
með það, að Gyðingar hafi verið þeir einu
sem skapaðir urðu — og að allir aðrir séu
komnir út af öpum. Nóg um það. Boðorðið,
sem hvildardagurinn er bundinn við, gildir
fyrir allar þjóðir jafnt.
Hvernig varð hvíldardagurinn til? Hann
varð til úr sérstökum degi, nefnilega hin-
um sjöunda degi, siðasta deginum i fyrstu
vikunni. Hann varð til úr sjöunda degi
vikunnar. Skaparinn hvíldist á þessum á-
kveðna degi, hann blessaði þennan sér-
staka dag, og bann helgaði þennan sama
ákveðna dag. Við megum ekki fmynda
okkur eins og sumir halda fram, að helg-
in, sem ákveðin var f fyrslu, sé nokkuð
sem laust sé við daginn og verði því fært
á hvaða dag sem vera vill. — Eins og
þegar ein persóna getur farið í föt annarar.
Helgin er dagurinn og dagurinn er helgin.
Drottinn tók til ákveðið tré i aldingarð-
inum Eden til þess að prófa hlýðni manns-
ins. Á sama hátt er hvildardagurinn ákveð-
inn dagur. Hann er ekki einhver dagur,
né einhver af hinum sjö dögum vikunnar,
heldur hinn sjöundi dagur. Menn geta hvílt
likama sinn á einhverjum af hinum sjö
dögum vikunnar, en það verður aldrei
hvildardagur Drollins vors fyrir þvi.
Ekki að elns einn dagur
af hlnum sjö.
Fornaldarþjóðirnar féllu frá hinum sanna
Guði og dýrkuðu hjáguði. þær tilbáðu sól-
ina, tunglið og stjörnurnar; og þær gáfu
vikudögunum nöfn eftir goðum sínum.
Hinn þekti stjörnufræðingur Lockyer, segir
um þetta atriði:
Pó að vikan, eins og tilfellið er með
daga, mánuði og ár, standi ekki í sam-
bandi við rás hinintunglanna, þá eru daga-
nöfnin, sem runnin eru frá Egiptum nefnd
eftir himintunglum, er þeir þektu. Róm-
verjar (einnig Grikkir og aðrar þjóðir
austur frá) notuöu sömu reglu I dagatöl-
unni eins og sésl hér.