Ljósvakinn - 01.01.1928, Side 24

Ljósvakinn - 01.01.1928, Side 24
24 LJÓSVAKINN upp hinar ljótustu myndir; þær nota jafn- vel samanburð milli hýbýla er útlendingar búa í og hýbýla þeirra er innlendir búa í til þess að sanna að útlendingar séu ok hinna innlendu manna. Margt af því sem þarna er dregið fram er ekki staðreynd og hefir ekki sannleiksgildi. Eu alt notast það til þess að vekja hatur og öfund, og löng- un til þess, að taka frá útlendingunum með valdi eignir þeirra, sem ekki er að furða, þegar búið er að innræla þá hugs- un að alt sé þetta í raun og veru ráns- fengur, sem útlendingar hafi beinlinis stolið frá þjóðinni. Þessi æsingarit eru full af þeim selningum, sem hafa hljómað víða annarstaðar um heiminn. T. d. »Niður með harðstjórana«. »Auðmennirnir undir- oka vinnulýðinn«. »Hinir fátæku verða að hrista af sér auðvaldsokið« o. s. frv. Með því að nota þessi æsingarit sín vinna BÞjóðernissinnarw sigur þó her þeirra sé í lélegu standi; þeir vinna borgir og héruð og færast alt af lengra norður á bóginn. Áður en hersveilirnar koma, hafa þessi æsingarit unnið starf sitt, og þvi mæta þeir lélegri mótstöðu. Kínverjar eru greindir að eðlisfari og duglegir aö vinna. Peir eiga sína þjóðlegu hjátrú og stéttarrígur er þar. En þegar þeim er gefið tækifæri, virðast þeir dug- andi menn til framkvæmda í hverri grein sem er. Alþýðan hatar ekki útlendingana. það hefir oft sýnt sig hið gagnstæða, að eins að þeir hafi farið vel að ráði sínu. Kínverjar kunna að meta það sem vel er gert. Þeir geta verið gamansamir og kátir. En það hefir verið farið illa að ráði sínu við þá. Fáir geta fengið sig til þess, að reyna að verja það, sem Kína hefir verið þröngvað til. Fegar Kína gaf samþykki sitt til og undirskrifaði óhagstæða samn- inga við aðrar þjóðir, Ieyfi fyrir sérrétt- indum o. s. frv, þá var þaö af þvi að þeir gátu ekki sett sig upp á móti þessum kröfum (en ekki af þvf að þeir hefðu ekki vit á hvað um væri að ræöa). í þessum æsingum gegn útlendingum og þeim, sem eru meira hægfara á því sviði, hafa hin ýmsu ríki gert mikið til þess að reyna að vernda líf samlanda sinna, sem búa í Kína. Fað hefir verið reynt að sýna þolinmæði og upphefja það sem vekja mætti óánægju og svo safna úllendingun- um saman svo hægra væri að vemda þá. Hin útlendu ríki — án þess að horfa í kostnaðinn — hafa reynt að framkvæma þetta með svo mikilli lipuið sem mögulegt virðist, en samt ekki snúið undan þegar um var að ræða, að vernda líf Iandsmanna sinna. Samt hafa þeir gætt að því, að beita ekki of miklu valdi við Iíínverja eða reita þá sérstaklega til reiði. þjóðirnar hafa horft til þess, hvort hinir svokölluðu þjóðernissinnar mundu geta safnað Kfna i eina heild. Kínverska þjóðin hefir verið undir ein- veldisstjórn í þrjú þúsund ár. Lif einstakl- inganna hefir svo að segja verið í hönd- um yfirboðaranna. Nú er þjóðin undir yfirráðum hermannanna, sem hún hefir andstygð á. Menn vona, að þjóðernissinn- arnir nái yfirráðum og setji á stofn það stjórnarfyrirkomulag, er verndi lif og eignir einstaklinganna. Mikill meiri hluti kínversku þjóðarinnar hefir hug á að myuda þá stjórn, er sjái algerlega um hag þeirra sjálfra og lyfti þjóðinni upp i sæti meðal stórvelda heims- ins. En afleiðingarnar af margra þús. ára oki, verða ekki fjarlægðar á einum degi. Kfna hefir i augnablikinu mikla þreng- ingu. Alþýðan er hjálparvana, getur litið eða ekkert gert og veit ekki hvað við muni taka. En nú sem stendur virðist eins og gerbótamennirnir séu i minni hluta og hinir íhaldssamari hafi yfirtökin. Fað hefir lílið að segja hver ræður í dag. Á morgun koma máske gagnstæðar fréttir. Pað sem virðist vera ráðandi f dag, getur fundist á morgun alveg óhugsandi. Hvort Kína á f dag í fórum sfnum nokkurn, sem fram- kvæmt geti verk George Washioglon eða Abraham Lincoln, með þvi að reisa við hina hrörnandi byggingu þjóðfélagsins — mun framlíðin skera úr. Eins og áður hefir verið drepið á, eru það sjálfir Kinverjar, sem verst eru úti sem stendur. Þeir eiga tfu sinnum verra en útlendingarnir, og það versnar enn áður en friður komi og framfarir meiri i land- inu; nema að svo sé, að innan um alla þessa ringulreið finnist ættjarðarvinur, sem rfsi fram til framkvæmda með einstökum dugnaði og ráði bót á þessu eymdar- ástandi. LJÓSVAKINN, blað S. D. Aðventista, ltemur út í þremur heftum á þessu ári. Argangurinn kostar Ur. 2,75. Gjalddagi eftir móttöku 1. heftis. — Útg. Trúboðsstarf S. D. A. — Ritstjóri O. 1. Olsen. — Sími 899. — Pósthólf 262. — Afgreiðslumaöur: J. G. Jónsson Ingólfsstræti 19. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.