Ljósvakinn - 01.08.1928, Blaðsíða 23

Ljósvakinn - 01.08.1928, Blaðsíða 23
LJÓSVAKINN 45 7. Hídq siðasti og þrefaldi boðskapur Guðs boðast í öllum heiminum. Op. 14., 6—12. Og svo kemur síðasta næturvakan, er Guð mun frelsa sitt fólk. Matt. 24., 14; Op. 6., 14 — 17. »Tákn munu ske«, sagði Jesús, sem svar við spurningu lærisveinanna. Matt. 24 , 3; Lúk. 21., 25. Þessi tákn hefir Guð alstað- ar lálið birlast — á jörðinni, bafinu og himninum. Þau sjást í siðferðis- þjóðfé- lags- stjórnmála- og trúaráslandi heimsins. Rúmið leyfir oss ekki að fara út í einstök atriði eða vitna í rilningarstaði til sönnun- ar. Vér Iátum oss nægja að eins að minn- ast á þessar aðvaranir og fyriiboða komu Hans, til þess að vekja athygli lesarans á þeim. Atbugið þelta: Guð leyfir sínum að- varandi hegningardómum að liitla sekan heim með styttra og slyltra millibili í þessari kynslóð, eins og fram kemur fyrir augum vorum i ofviðrum, í vatnagangi og jarðskjálflum. Á þeiin svæðum, þar sem þessir hegningardómar hafa markað spor sín sjáum vér hópa af mönnum, sem deyja úr hungri og drepsótlum. Menn vinna að því meir en nokkru sinni fyr að allsherj- ar friður geli komist á og þó hefir undir- búningur til striðs alJrei gengið áfram með slikum geysihraða sem nú. Alt frá dögum syndaflóðsins hefir aldrei verið jafn mikill óguðleiki, lögleysi, afbrot, syndir í allri mynd, eins og maður sér nú jafnvel meðal þeirra manna, sem hafa þekkingu á krislindómiuum og segjast að- hyllast hann. »En vila skalt þú þelta, að á síðustu dögnm munu koma örðugar tíð- ir«, lesum vér í 2. Tím. 3., 1—5. Hér telur postulinn upp margar syndir, sem eru al- gengar meðal þeirra, sem hafa yfirskin guðhræðslunnar, en afneila krafli hennar. lllir menn og sviksamir magnast í vonsk- unni. Mikið fráfali frá kristindóminum á sér slað, vegna þess að óguðleikinn og lögleysið hefir margfaldast, Hvarvetna er hrúgað saman auðnum og á sömu stöð- uin rikir líka fátækt að sama skapi. Óhóf, leslir og þjóðfélagssyndir hafa færst mjög i vöxt, já, þær eru orðnar svo almennar, að vorir d3gar eru orðnir eins og dagar Nóa og Lots voru. Menn gleyma Guði og lögmáli hans og halda fram hinum tvöföldu ósannindum, sem voru fólgin í hinni fyrslu lygi Satans, sem á er minst: »Vissulega munuð þið ekki deyja........þið munuð verða eins og Guð«. Afleiðingin af þessu er sú, að Biblían er lögð til hliðar — og menn aðhyll- ast í þess stað mannasetningar — og hug- myndir hinnar rangnefndu heimspeki, svo sem framþróunarkenninguna. Með þessu er maðurinn, sem var skapaður í Guðs mynd seltur á bekk með skepnunum i haganum. Hefir lesaiinn nokkurn tíma hugsað út í það, að skaðleg skordýr valda árlega ómetanlegu tjóni bændum og þeim sem aldin rakta? Lestu fyrsta og annan kaíl- ann hjá spámanninum Jóel. Hefir lesarinn veitt því eftirtekt, að margir menn, þrált fyrir allar þessar sann- anir fyrir því að Jesús komi bráðlega, hafa engan siðferðislegan mælikvarða, þar sem þeir hafa hafnað lögmáli Guðs, sem er mælikvarði Dioltins fyrir réttlæti? Alstaðar eru spoltarar sem segja: Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Á slíkum mönnum rætist annar mjög greini- legur spádómur i Guðs oröi. Sjá 2. Pét. 3., 3-7. Nú hljómar boðskapurinn: Snúið viðl Snúið við og trúið, komið til hins lifanda Guðs. Gefið gaum orði hans, sem vinnur undursamlega sigra á myrkustu stöðum jarðarinnar. Komdu til Guðs með syndir þínar og snú við, hvort sem þú hefir löng- un til þess eða ekkil bið Guð um vakandi og nákvæma samvisku, sem heyri rödd hansl Lifðu hinu hreina, sanna og sigur- sæla lííi í Jesú Kristi, sem er hinn mátt- ugi frelsari, himneski konungur, er brátt kemur aflur! Sýndu það frammi fyrir öll- um heimiuum, að Jesús Kristur getur um- myndað og endurskapað og með dýrð

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.