Ljósvakinn - 01.08.1928, Blaðsíða 9

Ljósvakinn - 01.08.1928, Blaðsíða 9
LJÓSVAKINN 31 Bóka og blaða starfsemi, í öllum löndum sjá trúboðar vorir, að aðalmáttarstoð starfsins, og stundum sú eina leið sem hægt er að ná fólki, er með bóka og blaða útgáfustarfinu. í fyrra seld- um við blöð og bækur fyrir hér um bil 18 milj. króna. Battak: Meðal íbúanna í Baltak (Su- matra) seldu 19 bóksölumenn á stuttum tíma 1700 bækur á battisku og 600 á malayisku. Japan: Síðastliðið sumar gekk bóksal- an betur í Japan en nokkru sinni áður. Prenlsmiðja vor og forlagshús i Shanghai, Kina. Mexiko: Síðaslliðin fjögur ár höfum víð unnið 1700 meðlimi til kristinnar trúar, aðallega fyrir bóksölustarf. Braziliu: í Suður-Brazilíu unnust 200 meðlimir fyrir bóksölustarfsemi árið sem leið. Kína: Af blaði voru Tákn Tímanna, sem við gefum út í Kina seldum við síðast- liðið ár 1,220,000 eintök. Og til þess þurft- um við utn 85 tons af pappír. Siam: Par létum við prenta 10,000 ein- tök af blaði sem var ritað gegn notkun eiturlyfja til nautna. Öll þessi blöð seld- um við á 10 dögum og fengum pöntun um 5000 í viðbót. Fimm námsmenn unnu fyrir öllu er þeir þurftu á skólanum. Einn bóksalanna fékk 95 pantanir af stórri bók, sem svo átti að komast inn á hvert fangabókasafn. Filippseyjarnar: Þar seljum við nú ár- lega blöð og bækur fyrir 275,000 krónur. Með aðstoð forslagssjóðs vors höfum við nú sett á stofn 57 forlagshús víðsvegar um heiminn. Einn af forstöðumönnum starfs vors skrifar: Það er ekki hægt að gera grein fyrir þeirri hjálp, sem við fáum. Það er dásam- legt, hvað sameinaðir kraftar geta fram- kværnt. N. Z. Town.

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.