Ljósvakinn - 01.08.1928, Page 24

Ljósvakinn - 01.08.1928, Page 24
46 LJÓSVAKINN náðar sinnar bygt upp sérhverja fallna mannssál, sem vill gefa sig honum á valdl Allir spádómar í orði hans gefa tii kynna um allan heim greinilegar en nokkru sinni fyr, að Jesús komi brátt. Hvernig cskar lesarinn að vera staddur á hinum mikla degi? Á hann að verða byrjun dauðans eilífu nætur eða upphaf Guðs ævarandi dags með lífi og dýrð og gleði í riki Jesú Krists, frelsara vors? M. C. Wilcox. Hvernig eiga þeir að heyra? Þeir eru margir, sem lesa þetta haust- söfnunarblað og gleðjast stórlega yfir því, að fagnaðarerindið fer sigurför sína út um ö)l lönd heimsins. En hugsa þeir nokkuð um kostnaðinn við að halda þessu háleita verki við? Vér skulum taka að eins eitt dæmi. Hér er fyrirmyndarheimili. Bæði hjónin tilheyra söfnuði Sjöundadags Að- ventista, og hin sex efnilegu börn þeirra fá skólamentun sína í litla safnaðarskólan- um sem þau sækja í álta ár. Þaðan fara börnin hvert á fætur öðru á kristniboðs- skóla til að ná hærri mentun. Einn af drengjunum fer að stunda guðfræði, annar læknisfræði og hinn þriðji verður kennari. Ein stúlkan verður hjúkrunarkona, önnur verður biblíustarfskona og hin þriðja barna- kennari. Svo taka þau burtfararpróf og eru kölluð til að fara út i heiðin lönd. Sá sem stundaði guðfræði var kallaður til að fara sem kristniboði til mannæta á Suðurhafs- eyjunum, sá sem var læknir fór til Kina tii að lina þrautir manna í því landi og sá sem var kennari fór tii Indlands til að kenna i kristniboðsskóla þar. Stúlkan sem varð hjúkrunarkona fór til Suður-Ameríku til að hjúkra hinum vanræktu Indíánum uppi i Andesfjöllum; biblíustarfskonan fór til Filippseyjanna og barnakennarinn til Afriku, til að uppfræða litlu svertingja- börnin, og nú sitja foreldrarnir einmana eftir. Þetta er að eins eitt dæmi, en slík heimili eru nú orðin mörg. Eg skammast min ekki fyrir að kannast við, að hafa ekki getað tárabundist þegar eg hef séð slikar mæður leggja öll börnin sín á altari kristniboðsins og segja: »Kæri Jesús, hér er alt sem þú gafst mér. Eg hef uppalið og mentað þessi börn, til þess að þau gengu þér á hönd. Hér eru þau reiðu- búin til þjónustu í þinum vingarði. Tak þú þau að þér og notaðu þau þar sem þau geta orðið heiminum til hinn- ar mestu bless- unar«. Það er slík fórn- fýsi sem síðastliðið ár sendi út 184 kristniboða. Það er þess konar sjálfs- fórn, sem á fáum árum hefir reist 97 kristniboðsskóla, 57 prentsmiðjur, til þess að heiðingjarnir geti heyrt boðskap Guðs kristinnav trúar hafa á þeirra eigin tungu- ckki peninga iil að /órna máli og 43 sjúkra- til Guðs málefnis, þá gefa hæli og spítala til ^ir at atlllðlim si,nim• að hjúkra olnboga- börnum heimsins. Það er fyrir fórnfýsi kristinna manna, að heiðingjarnir eiga að heyra fagnaðarerindið og komast að raun um elsku Guðs. Ekki eru margir meðal þeirra er lesa þetta blað, sem hafa þurft að senda syni sína og dætur út til að starfa hjá mann- ætum og villimönnum. Guð hefir ekki heimtað eins mikla fórn af þér, kæri les- ari; en al þú ekki þá röngu hugmynd í brjósti þér, að vér hér í heimalöndunum berum enga ábyrgð á því að úlbreiða kenningu Krists. Guð heör fengið kristn- Pegar peir, sem af heið■ inqjunum hafa snúist til

x

Ljósvakinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.