Ljósvakinn - 01.11.1928, Blaðsíða 9

Ljósvakinn - 01.11.1928, Blaðsíða 9
LJÓSVAKINN 59 unni, vitnar alt um Guö, sem í kærleika sínum »lætur austrið og vestrið fagna«. Sálm. 65, 9. Hvað ætli að yrði um sköpun- ina ef þessi kærleiki hætti að starfa eitt einasta augnablik? wÞau vona öll á þig, að þú gefir þeim fæðu þeirra á réttum tíma; þú gefur þeim og þau tína; þú lýkur upp hendi þiuni og þau mettast gæðum«. Sálm. 104, 27. 28. Gjöf heilags anda og kærleiki Guðs. »Og er ég verð hafinn frá jörðu mun ég draga alla til mín«. Jóh. 12, 32. Lif Jesú, starf hans og dauði á krossinum var hin fullkomnasta opinberun um kær- leika Guðs til hins fallna mann- kyns. En sá kraftur, sem eftir himnaför Jesú átli að gera frelsið í Kristi að lifandi virki- legleika fyrir hvern einstakling, var heilagur andi, sem hefir áhrif á hjörtu allra. Ekki einn einasta lætur hann fara leiðar sinnar án þess að reyna að hjálpa honura, heldur leitast hann við á margan hátt að draga hjörtu mannanna frá syndinni og til Krists. Jóhannes segir um Krist: »Hann er frið- þæging fyrir syndir vorar, og ekki einungis fyrir syndir vorar, heldur fyrir syndir alls heimsins». (1 Jóh. 2, 2.) Og þegar Jesús talar um heilagan anda notar hann svipað orðalag til þess að gefa til kynna, að gjöf heilags anda er handa öllum heiminum: »Og þegar hann (talsmaðurinn) kemur, mun hann sann- færa heiminn um synd og um réttlæti og um dóm«. Jóh. 16, 8. Eins og fórn Krists var næg til þess að endurleysa allan heiminn, svo hefir hann og sent Pjónusta englanna vilnar um kœrleika Guðs. sinn anda til alls heimsins og á þann hátt gefið oss andrúmsloft náðarinnar, sem leitar til allra hjartna, sem gefa hið minsta svigrúm til þess. Hvað er það, sem fyllir hjörtu manna með óróa, er þeir ganga á vegi syndarinnar? Hvaða þrá er það, sem vaknar í hjörtum vorum, hvað eftir annað, og sem kemur einmilt þegar við héldum að við værum búin að gleyma sliku? Hversvegna kemur löngun og þrá eftir sannleika og hreinleika upp í hjörtum

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.