Ljósvakinn - 01.11.1928, Blaðsíða 11
LJÖSVAKINN
61
geisli sem vermir kinnar þeirra, kemur frá
lionum, sem elskaði heiminn og gaf sig
sjálfan í lausnargjald fyrir marga.
Þjónusta englanna vitnar um
kærleika Guðs.
Fyrir 1900 árum síðan voru nokkrir
vitrir menn leiddir til frelsarans með
stjörnu. Og það mun vera þarft enn í dag
að fá augun opin fyrir þessari stjörnu,
sem lýsir á himni Guðs kærleika. Því eins
og margir Biblíulesarar eru á sama máli
um, var þessi stjarna hvorki reikistjarna
né sól, heldur »fjarlægur skari lýsandi
engla«. Það skildu að vísu vitringarnir
ekki, og hversu mikið skiljum við verk
englanna að því að frelsa syndarana með
því að leiða þá lil Jesú? Sá, sem ritaði
Hebr.bréfið segir: »Eru þeir ekki allir
þjónustubundnir andar, útsendir í þeirra
þarfir, sem hjálpræðið eiga að erfa?«
Hebr. 1, 14. Sem óþreytandi her, þar sem
Kristur er fyrirliði, fara englarnir frá ein-
um enda jarðarinnar til annars, til þess
að vernda þá, sem eru í hættu, hughreysta
hina sorgmæddu og snúa hjörtum mann-
anna til Krists. Þeir ganga ekki fram hjá
einum einasta, og umhyggja hans er hin
sama fyrir hverri einustu sál«.
Og þar sem mennirnir verða fyrir margs-
konar óhamingju og slysum, þá er það
vegna sjálfstrausts þeirra og með því þeir
hirða ekki um umhyggju Guðs og treysta
lionum ekki. t*að er því ekki Guði að
kenna, því hans vilji er að allar skepnur
hans flýi undir verndarvæng hans og kær-
leiksskjól. En þar sem nú mennirnir, þrált
fyrir alt hirðuleysið — njóta lífsins svo
sem augljóst er, hver getur þá sagt hve
miklu af hinu vonda þessi englaher heldur
til baka, og hvernig hann aítur og aftur
dregur úr valdi óvinarins og hjálpar freist-
uðum og veikum sálum? Hvernig ætli
jörðin liti út, ef þessi englaher væri ekki,
sem hefir á öllum öldum staðið reiðubú-
inn til þess að hjálpa mannkyninu í stríð-
inu gegn hinu vonda.
»Kærlelki Krists, sem nær yfir
allan skilning«.
Fetta var reynsla Páls, þegar hann 30
árum eftir að hann hafði tekið á móti
Kristi skrifaði bréfið til Efesusmanna. Fví
lengur sem hann hafði hugann við þennan
kærleika, því betur fann hann til hinnar
óendanlegu hæðar, dýptar, lengdar og
breiddar. Hann sá hann í fegurð nátlúr-
unnar, i gjöf heilags anda og í þjónustu
englanna, að maður tali ekki svo um það
stóra og stærsta, opinberun kærleika Guðs
í Krisli, sem leiðir alt hitt af sér. 1*6581
kærleiki hafði náð tökum á honum og
hann hafði fengið svo mikið af honum,
að hann gat sagt: »Það orð er satt og í
alla staði þess vert, að við því sé tekið,
að Kristur Jesús kom i heiminn til þess
að frelsa synduga menn, og er ég þeirra
fremstur«. 1. Tim. 1, 15.
Getur þú, kæri lesari, annað en tekið á
móti slíkum kærleika?
Systrafélagið Alfa
heflr nú nýlega gefið út dánarminningarkort
til eflingar líknarsjóði sínum.
Eins og mörgum er kunnugt, starfar félag
þetta að pvi, eftir beztu getu, að rétta hjálpar-
hönd svo mörgum sem frekast er hægt, —
peim, sem liafa aðprenpjandi ástæður vegna fá-
tæktar og veikinda. Hann, sem geldur hverjum
eftir pví, sem verk hans er, pekkir alla pá, sem
hlúð hafa að pessu góða verki með pvi að
gefa af eigum sínum öðrum til hjálpar, hann
mun blessun gefa, og laun veita á sínum tíma.
Áðurnefnd kort, sem getin hafa verið út,
pessu nauðsynlega starfl til styrktar fást bjá
forslöðukonu félagsins
frk, Elinborgu Bjarnadótlur,
Brekkustíg 6 B, Reykjavík.