Ljósvakinn - 01.11.1928, Blaðsíða 7

Ljósvakinn - 01.11.1928, Blaðsíða 7
LJÓSVAKINN 57 En fæðing Jesú varð á þessa leið: Móð- ir bans María var föstnuð Jósef, en áður en þau kæmu saman reyndist hún þunguð af heilögum anda . . . Þá vitraðist honum engill Drottins í draumi og sagði: Jósef, sonur Davíðs, óttast þú ekki að taka til þln konu þína Mariu, því að fóstur henn- ar er af heilögum anda. Og hún mun son ala og skalt þú kalla nafn bans Jesús, þvi hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra«. Matt. 1, 18.—21. »En á sjötta mánuði var Gabriel engiil sendur frá Guði til borgar i Galelíu, sem heitir Nazaret, til meyjar sem föstnuð var manni er Jósef hét, af ælt Davíðs, en mær- in hét Maria. . . . Og engillinn sagði við hana: Vertu óhrædd, Maria, þvi þú hefir fundið náð hjá Guði. Og sjá þú munt þunguð verða og fæða son; og þú skalt láta hann heita Jesúm. Hann mun mikili verða og kallaður sonur hins hæsta; og Drottinn mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans, og hann mun rikja yíir ætt Jakobs að eilífu og á riki hans mun eng- inn endir verða . . . fyrir því mun það heilaga sem fæðist kallast sonur Guðs«. Lúk. 1, 26.-35. Þessi boðun um komu Krists i heimiun var ekki sú fyrsta. Guð hafði áður sagt að barn mundi fæðast. Sem dæmi upp á slikt má nefna ísak. 1. Mós. 17, 15.—19. Fæðing Samsonar var sögð fyrir af engli frá himnum. Dóm. 13, 2.-24. Fæðing Jóhannesar skfrara var einnig sögð fyrir. Lúk. 1, 5.-25. Bibifan hefir að geyma margar slikar frásagnir. það var þvi ekkert nýtt við það að engill boðaði komu Jesú i heiminn. Barn sem var sagt fyrir að kæmi á þenna hátt fékk líka nafn og það var sagt fyrir hvaða verk það ætti að inna af hendi. En aldrei áður hafði verið sagt fyrir þvilikt verk. Engillinn Gabriel sem einnig hafði sagt fyrir fæðingu annara barna, sagði að þetta barn, sem Maria mundi fæða skyldi kallast sonur Guðs. Og sami engill sagði ennfremur að Jesús mundi sitja á hásæti Davíðs föður sins. Hér höf- um við beina sönnun þess að Jesús var bæði af Davíðs ætt og Guðs ætt. Hvoru- tveggja er jafn ljóslega framtekið. HaDn er því jafnt Son Guðs sem Manns-son. I boðuninni var Jesús Iíka kallaður »heilagur«. Og vegna þess var hann líka nefndur »Guðs son«. Lúk. 1, 35. Mörgum árum síðar notaði post. Pétur svipuð orð um Jesúm: »Pví að sannarlega tóku sig saman i þessari borg gegn hinum heilaga þjóni þínum Jesú, er þú smurðir«. Posts. 4, 27. Vitnisburður engilsins Gabriel er mjög þýðingarmikill. Pessi engill segir um stöðu sína og sjálfan sig: »Eg er Gabriel, sem stend frammi fyrir Guði, og eg var send- ur til þess að tala við þig og flytja þér þessi gleðitíðindi«. Lúk. 1, 19. »Þegar eg Daniel, sá þessa sýn og leit- aðist við að skilja hana, þá stóð alt i einu einhver frami fyrir mér, ásýndar líkur manni. Og eg heyrði mannsraust milli Ulaí-bakka, sem kallaði og sagði: »GabríelI Útskýr þú sýnina fyrir þessum manni. Og harn gekk til min, þar sem eg stóð, en er hann kom varð eg hræddur og téll fram á ásjónu mína. Ea hann sagði við mig: Gef gætur að þú manns-son«. Dan. 8, 15. —17. »Já, meðan eg var enn að tala i bæn- inni, kom að mér um það bil, er kveld- fórn er fram borin, maðurinn Gabríe), sem eg hafði áður séð í sýninni. Hann kom og talaði við mig og sagði: Daníel, nú er eg út genginn til þess að veila þér glögg- an skilning«. Dan. 9, 21. 22. Hebreska orðið Gabríel þýðir »Kraftur Guðs«. Pað var þessi engill sem kom með boðskapinn um að Jesús væri »sonur hins hæsta«, »Guðs sonur«. Aldrei hefir nokk- ur fengið það nafn. Pað er enginn annar sem á rétt á slíku nafni. Frá himnum kemur sá boðskapur, að Jesús »sé Guðs sonur« í þeim skilningi, sem enginn annar

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.