Kennarinn - 01.03.1903, Blaðsíða 2

Kennarinn - 01.03.1903, Blaðsíða 2
KENNARINN lá þeim staf, sem eg hefi í hendi minni, lýst eg á vatniö, sem er í ánni, og þá skal þaö verða að blóöi. Lex. er inngangur að plágunum. Karaó er sýnt, hverjum hann eiginlega bjóði út í stríð við sig, ef hann vilji ekki hlýða—ekki M. og A., heldur jehóva, drotni himins og jarðar, sem þeir eru umboðsmenn fyrir. Vill liann svo það stríð á hendur sér? |á, því hanu viil ekki trúa —vill ekki gefast upp. Engar sannanir honum fullgildar, af því hann vill ekki láta sanufærast.—Hér fvrir- myndað stríðið, sem drottinn heyir við mennina á öllum öldum — stríð á mis- munandi stigi og í mismunandi myndum, en í eðli sínu hið sama. Cfuð he'fir birst mönnunum í sínum eingetna syni þeim til frelsunar. Fyrir ,,konungin- um" hjámanninum, samviskunni, færir hann sannanir fyrir áreiðanlegleik op- iuberunar sinnar; en vilji maðurinn ekki gefast upp og trúa, heldur halda áfram í syndutn sínum og vantrú, misbeitir hann skynsemi sinni, vitsmunum, tilfinn- ingum m. ö. fl. til þess að komast hjá því að þurfa að sannfærast og forherðir með því samvisku sína. (Sbr. faraó og forneskjumenn hans.) Þekkjum við ekki fyrir eigin reynslu þetta stríð guðs? i. UmboOsmönnum guOs leyft aO sýna guOdömlega hcimild sfna (g'. Hirðisstafuriun á að verða að tákni hjns guðlega valds. Höggormur táknaði hjá Egyptum konunglegt vald. Stafurinn þeirra orðinn að höggormi átti að sýna faraó, að þair komu í umboði æðra konungsvalds en hans var. 2. UmboOsmenn uuOs andsptcnis faraó og þjön- um hans (10 — 12) = vald guðs sýnt gagnvart valdi konungsius. Hvort er sterkara? Stafur Arons gleypir o. s. frv. (12 .—M. og A. hlýða. Treysta orði drottins. Þess vegna sigra tio . Ilið sama eigum við að gera, ef sigur á að vera vís. ..Forneskjumennirnir" (10) beita sjónhverfingum. Höggorma má gera stífa sem stafi. —Freistarinn hefir ætíð beitt og beitir missýningum við mennina, þegar um það er að ræða að snúa þeim á móti guði. -3. Ahrlfin ú faraó (13': forherðing. Vill ekki. Ef til vill hefir liann afsakað sig með því, að þetta væru sjónhverfingar lijá M. og A.—Enn finna menn afsakanir. 4. M. fier frekari skipun og hirtir faraó, viO hverju hann megi biíast, ef hann láti ekki undan (14—17 ; vill hann fyrir alvöru segja Jehóva, hinum sanna guði, stríð á hendur?—M. hitti hann á Nílárbakka, líklega fórnandi Níl-guðin- um. Ekki ólíklegt, að áin hafi verið farin að hækka. Kemur fyrir árlega snemma í Júní. • AÐ LESA DAGLEGA.—Mán.: Lúk. 13. 1—17. Þrið.: I.úk. 14, 25—35. Miðv.: Lúk. 15, 11—32. Fimt.: Lúk. 16, 10—17. Föst. Lúk. 17, 1—10. Laug.: Lúk. 18, 1-8. KÆRU BÖRN! Lex. sýnir ykkur, að Móses og Aron fengu að sýna faraó, að guð Israelsmanna hefði meira vald en hann og guðir hans. Þið sjáið líka, hvernig þeir sýndu honum það. F.n faraó vill ekki trúa. Og svo voru líka menn hjá honum, lærðir nienn, sem styrktu liann í vantrú hans. Þeir eru vondir, sem ekki vilja trúa guði Og þeir eru líka vondir, sem vilja koma öðr- um til þess að trúa ekki guði. Börn, þá menn eigið þið að forðast. Þegar þeir segja, að þið eigið ekki að trúa guðs orði, þá eigið þið ekki að lilusta á þá. Því |iegar þið trúið ekki guðs orði, þá trúið þið ekki guði, og þá verðið þið líka vond. Þið eigið að hlusta á það, sem guð segir við ykkur og hlýða honum. Aldrei að setja ykkur upp á móti guði; en það gerið þið, þegar jiið viljið ekki hlýða guði.

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.