Kennarinn - 01.03.1903, Blaðsíða 6

Kennarinn - 01.03.1903, Blaðsíða 6
22 KENNARINN en boöa honum pláguna, ef hann vilji ekki (i—4). En faraó sinti því ekki, eins og svo margir gera, þólt drottinn hóti. Fara sinna ferða.—M. og A. gera eins og drottinn býður. ,,Aron útrétti hönd sína:" það skal verða faraó ang- ljóst, að plágan komi ekki frá guðum hans, heídur fyrir volduga hönd Jehóva. 2. Kunnáttumennirnlr (7)- Eru við höndina til þessað villa sjónir fyrir faraó. Geta ekki hjálpað gegn plágunni. Gegn syndaplágu mannkynsins geta engir kunnáttumenn hjálpað. Það er guðs eins. 3. F. auðmýkir sig fyrir M. og A. og blðtir pá að biðja fyrir sér, svo plágunni linni. M. gerir JiaO, og drottinn luenheyrir hunn (8—14). Drottinn er fús að miskunna.— Faraó fann til þe*s, að Jehóva var voldugri guðum hans. Pkíga þsssi var líka svo nærgöngul. líins í höll hans sem í hreysunum. Eíka jók það ófögnuðinn, að trúariega stóð Egyptum ótti af froskunum. Faraó fær að tiltaka tímann fyrir bænheyrsluna (rj. 10.), svo hann geti vitað fyrir víst, að það er Jehóva, sem bænheyrir, og hafi enga afsökun. 4. Illn elginlcgii álirlf (15): forherðing. Faraó hafði ekki fundið til syndar sinnar, heldur að eins til óþægindanna af plágunni. Við þau vildi ltann losast. Ekki við synd stna né vantrú.—Enn er til margnr faraóinn: vill losast við bágindi sín og biður og virðist verða guðhræddur; en þegar bág- indin eru um garð gengin, er guðhræðslan það einnig. AÐ I.ESA DAGLEGA. -Mán.: Lúk. 22, 54— 62. Þrið.: Lúk. 22, 63—71. Miðv.: Lúk. 23 1—12. Fimt.: Lúk. 23, 13—25. Föst.: Lúk. 23, 26—38. Laiu,’. Lúk. 23, 39—49. KÆRII I30RN! Aftur sjáið þið af lex. þessari, hvað guð er máttugur. línginn er eins máttugur og hann. En hann er líka þolinmóður. Hann bíðnr eftir faraó og umber jirjósku hans og leitast við að snúa honum til betrunar. Hann vill.að mennirnir snúi sér til sín.og þá vill hann fyrirgefa þeim. En faraó vildi ekki. Að vísu lofaði hann góðu, ef guð vildi taka burtu froskana. En þegar guð er búinn að bænheyra hann, þá gleymir haun öllu saman. Skelfi- lega var þetta ljótt. En það er ekki síður ljótt af ykkur, þegar þið lofist til þess að vera góð, en gleymið því svo óðar. Það eru börn, sem hafa verið vond, ver- ið óhlýðin eða gert eitthvað ljótt. Þau hafa svo verið ávítuð og hirt. Og þau' þá lofað að vera góð. En undir eins og þau voru kontin út frá foreldrum sín- um eða kennaranum sínurn, þá byrjuðu þau á hinu sama aftur. Þau meintu ekkert með loforði sínu; en voru að svíkja með jiví. Svona ljót megið þið ekki vera. Biðjið því guð í Jesú nafni að gefa ykkur hjarta, sem vill gera jtað, sera þið lofið, og vill líka lofa öllu því, sem gott er. ,,Því fá þeir allir eilíft líf, en andartjón og eymdakíf sem yfirbót synda vinna, iðrunarlausir (inna. “ Fimta sd. í föstu.—29. Mars. Hvaða sunnud. er í dag? Hvert er guðspjall dagsins? Boðun Maríu. Hvar stendur það? Lúk. 1, 26—38. Hvert er guðs orðið, sem sýnir, að skírnin er ,,laughinnar nýju fæðingar"? Páll postuli segir við Títus f 3.kap.: Guð frelsaöi oss með endurfæðingar laug- inni og endurnýjung heilags anda, sem haun úthelti ríkulega yfir oss fyrir Jesúm Krist, vorn frelsara, svo að vér, réttlættir fyrir hans náð, yrðum erfingjar eilífs lífs eftir voninni. Þetta er áreiðanlegur lærdómur.

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.