Kennarinn - 01.06.1905, Blaðsíða 2

Kennarinn - 01.06.1905, Blaðsíða 2
42 KENNARINN. Og jarðlím hafa þeir til þess að binda steinana saman með. Og svo byrja þeir að byggja borg og turn, sem þeir ætla að láta ná upp í himininn. Misþóknan guds.—Þá kemur drottinn niður að sjá borgina og turninn, sem mennirnir voru að byggja. Honum líkar illa verkið, sem þeir voru að vinna; því þeir hugsuðu ekkert um vilja guðs. heldur að eins um vilja sinn. Drottinn segir þá: „Þetta er ein þjóð, sem hefir eitt tungumál. Vér viljum rugla tungumáli þeirra, svo þeir skilji ekki hver annan.“ Tungumálinu ruglad.—Þá ruglar drottinn tungumáli þeirra, svo enginn skilur annan. Og þ*eir verða að hætta að byggja. Og drottinn dreifir þeim þaðan út um alla jörðina, því drottinn vildi, að jörðin bygðist. Babcl'.—Borgin var svo látin heita Babel, af því drottinn rugl- aði þar tungumáli mannanna. KÆRU BÖRN! Það er ekki undir því komið að þjð gerið það, sem rnikið þykir í varið i heiminum. Ekki heldur undir því komið, að þið verðið mikil í heiminum og fáið stórt nafn á ykkur. Þið komist ekki upp til himinsins með þvi. Heldur ríður á því, að þið hafið guð með ykkur í öllu því, sem þið gerið, og hugsið mest um vilja hans. Fyrir Jsúms verðið þið guðs börn og komist til him- insins. Fyrir Jesúm getið þið unnið mikið verk á jörðinni guði til dýrðar, sjálfum ykkur og öðrum til blessunar. Munið það þá, að hafa Jesúm með ykkur í öllu; því þá er guð með ykkur og blessar alt lífið ykkar. i. v. af sálminum „Hærra, minn guð, til þín“ á síðustu bls. --------o-------- ANNAN SD. E. TRIN.—2. Júlí. Hvaða sd. er í dag? Hvert er guðspj.? Hin mikla kvöldmál- tíð. Hvar stendur það? Lúk. 14, 16—24. A. Frœða-lex. Hvernig fær vatnið gert svo mikla hluti? Vatn- gerir það sannarlega ekki, heldur guðs orð, sem er með og hjá vatn- inu, og trúin, sem treystir slíku guðs orði í vatninu; því að án guðs orðs er vatnið algengt vatn og engin skírn, en með guðs orði er það skírn, það er: náðarrikt lífsins vatn og laug hinnar nýju fæðingar í heilögum anda. B. .Biblíu-lex. Hver var lex. á sd. var? Hvar stendur hún? Hver var minnist. ? 1. Hvcrnig þjáði Satan Job? 2. Hverig frelsaði kona Jobs hann? 3. Hvernig heilsuðu vinir hans þrír honum? — Hver er lex. í dag? Ranglega fundid ad af vinum. Hvar stendur hún? Job 4, 3—9. Hver er minnist. ? 8. v., byrjar með : „Þeir eru“. Lesum lex. á víxl. Les upp minnist, C. Biblíusögu-lcx. Hver var lex, á sd. var? Hyer niinnist.?

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.