Kennarinn - 01.06.1905, Blaðsíða 5

Kennarinn - 01.06.1905, Blaðsíða 5
KEMNÁRim. 45 stendur hann upp, fer á móti þeim og býður þeim að vera hjá sér um nóttina. En þeir vilja ekki þiggja. Hann heldur samt áfram að bjóða þeim inn, og lætur ekki undan fyr en þeir íara með honum inn í hús hans. Þar býr hann þeim til máltíð, og þeir matast. Ógu'ólcgu mennirnir í Sódóma. — En áður en þeir ganga til hvíldar, koma mennirnir í Sódóma, bæði ungir og gamlir, að húsi Lots og segja við Lot: „Hvar eru mennirnir, sem komu til þín í kvöld? Láttu þá koma út til okkar.“ Lot fer út og lokar húsinu á eftir sér og segir bið mennina: „Fyrir hvern mun, bræður mínir, 'gerið ekki það, sem ilt er.“ En þeir reiðast og segja við Lot: „Þú ætlar að siða okkur !“ Ætla sér svo að brjótast inn í húsið.. En englarnir draga Lot til sín inn í húsið og loka dyrunum. En gera mennina fyrir utan svo blinda, að þeir geta ekki fundiö dyrnar. Lot sagt <iö flýja.—Englarnir segja nú við Lot, að guð hafi sent þá til þess að gera að engu Sódóma vegna synda fólksins. Þeir ^egja honum lika, að ef hann eigi nokkura ættingja í bænum, þá skuli hann taka þá með sér og flýja. Lot fer þá út og segir tengdasonum sínum frá þessu., en þeir hlæja að honum. Flóttinn.—Snemma næsta morgun reka englarnir á eftir Lot og segja honum að flýta sér á burt með konu sína og dætur. En það er hik á Lot. Þá taka þeir i höndina á þeim og leiða þau út fyrir borgina og segja við Lot: „Forða þér! Líf þitt liggur við. Og lít ekki aftur. Stansaðu hvergi á sléttunni. Forðaðu þér til fjall- anna, svo þú farist ekki.“ Eldur af himni.—Þá lét guð rigna brennisteini og eldi yfir Só- dóma og Gómorra. Hann lagði í eyði þessa bæi, alt sléttlendið þar, a!la íbúana og allan gróður jarðarinnar. Þar, sem þessir bæir voru, er Dauðahafið. Saltstólpinn.—Lot og dætur hans hlýddu skipun englanna og komust undan. En kona Lots leit aftur til Sódóma og varð að salt- stólpa. KÆRU BÖRN! Guð er vandlátur guð. Hann hegnir þeim, sem ekki vilja lilýða honum. Ef þið ekki viljið hlýða, þá hegnir hann ykkur. Sagan um Sódóma sýnir ykkur, hvað ilt er að vera óhlýðinn, en hvað gott er að vcra hlýðinn. Guð segir við ykkur með þessari sögu: „Líf ykkar liggur við að þið hlýðið.“—Menni irnir í Sódóma hlógu, þegar þeim var sagt frá því, hvað guð ætlaði að gera. Hlæið þið ekki, þegar ykkur er sagt, að guð hegni ykkur, cf þið eruð óhlýðin. Og hlæið þið heldur ekki, þegar ykkur er sagt að foröast vondan soll. Englar guðs vilja leiða ykkur burt úr vond- um solli. Fylgið þeim ! 3. v. af sálminum „Hærra, minn guð, til þín“ á síðustu bls. •o

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.