Kennarinn - 01.06.1905, Blaðsíða 6

Kennarinn - 01.06.1905, Blaðsíða 6
46 KENNARlNM. FJÓRDA SD. E. TRIN.—16. Júlí. Hvaöa sd. er í dag? Hvert er guðspj.? Flísin og bjálkinn. Hvar stendur þaö ? Lúk. 6, 36—42. A. Frœda-lex. Hvað merkir slík vatnsskírn? Hún mekir það, aö hinn gamli Adam í oss á aö drekkjast og deyja fyrir daglega iðr- un og yfirbót meö öllum syndum og vondum girndum. Og aftur á móti daglega fram aö koma og upp aftur að risa nýr maður, sá er lifi að eilífu í réttlæti og heilagleik fyrir guöi. B. Biblíu-lex. . Hverjar voru lex. þrjá siðustu sd. ? Hvar stendur lex. á sd. var? Hver var minnist. ? — 1. Hvernig kvartaði Job yfir hörmungum sínum ? 2. Hvaö fanst honum vera á móti sér? 3. Hvernig höfðu vinir hans reynst honum? — Hver er lex. í dag? Sófar lýsir. endaiokum ógublegs manns. Ilvar stendur hún? Job 20, 5—8, 11. 18. 24. 27. Hver er minnist. ? 5. v. Jæsum lex. á víxl. Les upp minnist. C. Biblíusögu-lex. Hver var lex. á sd. var? Hver minnist. ? Hver er lex. i dag? Hvaöan er hún tekin? Hver er minnist. ? Hver lex., sem læra á? (Lex. 34 í B. St.J. ABRAHAM FÓRNAR ÍSAIC. Lex. tekin úr 1. Mós. 22, I—14. Minnist.: bú synjadir mér ekki um einkason þinn. Lex., sem læra á: Ef viö elskum guö, þá finst okkur engin fórr vera of mikil. SAGAN SÖGÐ. Undarleg skipun.—Guö vildi reyna Abraham. Hann segir því viö hann: „Tak þú son þinn, þinn einkason, ísak, sem þú elskar, og far meö hann i landiö Mória og íórna honum þar sem brennifórn á fjalli því, sem eg mun vísa þér á.“ Abraham fer af staö.-—Abraham er snemma á fótum reiöubú- inn að hlýöa. Hann klýfur viö til fórnarinnar, söölar asna sinn, tekur meö sér tvo sveina sína og heldur af stað n>eð ísak þangað, sem guö hafði boöiö honum. Á þriðja degi sér hann staðinnn á- lengdar. Spurning Isaks.—í>á segir Abraham viö sveina sina: „Bíðið hér hjá asnanum. Eg og drengurinn, við förum þangaö, til aö biöjast fyrir, Og komum svo aftur til ykkar.“ Þá tekur hann viöinn og leggur á herðar ísak. Sjálfur ber hann eldinn og hnífinn. þá segir Isak við föður sinn: „Faöir minn, sjá, hér er eldurinn og viöurinn, en hvar er sauðurinn til brennifórnarinnar?" Abraham svarar: „Guð raun sjá fyrir sauð til brennifórnarinnar, sonur minn.“ Guö aftrar.—Þegar þeir eru komnir upp á fjalliö, sem guö vís- aði á, reisir Abraham þar altari og leggur á viöinn. Siðan bindur hann ísak, leggur hann ofan á viöinn, tekur hnífinn og ætlar að

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.