Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.12.1909, Qupperneq 2

Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.12.1909, Qupperneq 2
MÁNAÐARBLAÐ K. P. U. M. I. ÁRG. !)() Þrjár jóianætur. í margai' vikur hafði verið an- ríkt á heimilinu. Það var brugg- að og bakað til jólanna. Það var slátrað, og hreint þurfti að gjöra í hverjum krók og hverju horni. Snemma um morguninn á að- fangadaginn var tekið til starfa. Stórar karfir með matvæli og jólagjafir þurfti að senda á fá- tæku heimilin í grendinni, og heima fyrir þurfti mörgu að koma í lag fyrir hátíðarhaldið um kveldið; en menn töldu ekki eríiðið eptir sjer; því það var aðfangadagur jóla. Út í garðinum kvökuðu spör- íuglarnir í kringum jólaknippið. Snati gelti hjá húsinu sínu og kisu fannst eittlivað óvanalegt á ferðum; það var auðsjeð á henni, þegar hún læddist inn í eld- húsið. Þegar húsmóðirin var búin að annast allt smávegis, sem gjöra átti.fórhún inn ídagstofuna sína og settist á stól til þess að hvíla sig. Húsgögnin voru ein- föld, en nett og prýðilega fág- uð, drifhvít gluggatjöld, og hrak- andi eldur i ofninum. Allt var svo aðlaðandi og það var svo notalegt þar inni, að það virtist mjög svipað prúðmannlegu og góðlegu konunni gömlu með hláu mildu augun og drifhvíta hárið. Andlit hennar har með sjer vott margrar baráttu, en einnig unnins friðar og gleði. Hxxn var á að gizka 70 ára að aldri. Hún settist á stól við skrifborðið sitt og ætlaði að hvíla sig nokkura stund. Það var nú ekki svo auðgjört, því liröð fótatök heyrðust frammi í ganginum og ung stúlka lauk dyrunum upp og sagði: »Nú kemur jólatrjeð; hvar vill frúin láta það standa?« Frúin leil upp; hún var búin að gleyina trjenu. »Það er bezt að það standi í stofunni út að lystigarðinum«, svaraði hún; »svo skreytum við það seinna«. Stúlkan flýtti sjer burt. En þessi fáu orð höfðu geíið hugs- unum hennar nýja stefnu. í 35 ár hafði jólatrje slaðið á heím- ili hennar á hverri jólanótt. Fyrst fyrir börnin hennar og seinna fyrir barnabörnin; það var von á þeim þá um kvöldið ásaml með með foreldrum þeirra. Börn hennar sjálfrar voru full- vaxin og gipt og kvonguð, en á hverjum jólum komu þau með ungviði sitt heim á æskuheim- ilið til þess að halda jól hjá hinum aldurhnignu foreldrum. Þessi jólaheimsókn var stærsti viðburður ársins; svo liafði ver- ið í nokkur ár. Barnabörnin hlökkuðu mjög til þessa, og fullorðna fólkið líka. Fyrir

x

Mánaðarblað K.F.U.M.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/494

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.