Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.12.1909, Qupperneq 12

Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.12.1909, Qupperneq 12
100 MÁNAÐARBLAÐ Iv. F. U. M. I. ARG. útbreiddasta bókin, en ura leið sú bók er minnst væri lesin. — Því miður er ekki svo lítið af sannleika í þessari fullyrðingu, en það á að vera helgasta og fegursta hlutverk æskulýðsins í kristilegum fjelögum, að gjöra þá fullyrðingu algjörlega ó- sanna«. — Þannig l'arast bonum orð og væri golt ef vjer vildum liugleiða þau og láta þau hvelja oss einn- ig bjer til þess að nota biblíuna betur en vjer höfum gjört hing- að til. — Margir drengir eyða ekki svo fáum krónum á ári fyrir sælgæli og þess háttar. Jeg er viss um að þeir yrðu ekki svo afarlengi, að eignast svo marga peninga, að þeir gætu keypt sjer biblíu, ef þeir Ieggðu þá peninga fyrir, sem þeir nota til að eyðileggja í sjer magann. Hugsið um þetta, þið piltar og drengir í U-I) og Y-d. Hvítari en mjöll. »Þvo mig að jeg verði hvítari en mjöll«. (Sálm. 51: 9). Hefur þú tekið eftirþví, hversu bjart og skínandi skært það er, þegar sólin skín á víðáltumikla snjóbreiðu? Það er svo bjart, að menn geta fengið snjóbirtu í augun af að horfa á það. Þekkirðu nokkuð hvítara eða fegurra en þelta? Sú mannssál sem þvegin er brein í blóði Jesú, guðs sonar er hvítari en hvítasta mjöll. Það hjarta, sem rjettlætissól frelsarans fær að skína á, er bjartara en íonn á sólskins degi. — Ef að þú vildir gefa Jesú fullt vald á þjer og lofa honum að ráða þjer í öllu, þá getur hann um síðir gefið þjer þenna hreinleik og þessa birtu. Bið Jesúm um þetta í jólagjöf. Jólablað. Það er einkennilegt að jóla- blað flylur með svartri rönd sorgarfregn, eins og þetla gjörir. En sorgarfregn eins og þessi er líka gleðifregn. Því dauði gam- als verkamanns i víngarði guðs, verkamanns, sem fær að skipla um á þjáningum og sjúkdómi og gleði og eilífri heilsubót, ætti að vekja samfögnuð lijá oss Þar að auki eru jólin fæðingar- hátíð, og fyrir kristilegri trúar- meðvitund er dauði trúaðra það líka. Það spillir því ekki hinni sönnu jólagleði, að heyra óm- inn af líkliringing yfir trúuðum starfsmanni Jesú Krists. Guð hefur og sjeð fyrir því að slíkir alvöruvekjandi hreimar skyldu blandast við englasönginn á jól-

x

Mánaðarblað K.F.U.M.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/494

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.