Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Blaðsíða 3
II. ÁRG.
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
3
Vorvon á vetri.
Dulin fræ í i'oldu,
Er fannir þckja moldu,
í vorsins blæ fá vöxt á ný
Og vakna’, er ljómar sólin hlý.
'Dýrð sje guði’, að gaf liann oss vorið!
Ilulið sáð und svelli,
Er sefur blítt i velli,
Mun aptur vakna’ úr vetrarblund,
Er vorið nýja faðmar grund.
Dýrð sje guði’, að gaf hann oss vorið!
Grær pá blóm á bala,
Og bunur fjalla lijala
Um sumardýrð og sumartið,
Og söngvar óma’ í dal og hlíð.
Dýrð sje guði’, að gafliann oss vorið!
dífivor er æskan,
Sem eilíf föðurgæzkan
Vill hlúa’ aö svo liún sýni dáö
Og sífelt grói’ að vizku’ og náð.
Lof sje guði’, er lifsvorið gefur!
Fr. Fr.
Um lestur bóka.
Bókasafnið hefur samið glöggt
og gott yfirlit yfir bókaútlán á
árinu 1909. Af þessu yfirliti
má læra ýmislegt. Safnið er að
vísu fátækt enn þá og því ekki
eins mikið úrval eins og skyldi,
sjer í lagi er það fátækt af út-
lendum hókum. í allt hafa 186
notað safnið. Þar af eru 45 i
A. D., 35 í U. I). og 17 í Y. D.
og 89 í K. F. U. K. — Hvað
liafa nú þessir meðlimir lesið og
live mikið? 1856 bækur hafa
verið lánaðar út; þar af eru
1775 íslenzkar og 81 útlend. Af
þessum 1856 eru 130 islendinga-
sögur, 238 fræðibækur, 1429
skemmtibækur, og 59 ljóðabækur.
Islendingasögurnar hefur ungl-
ingadeildin mest notað. IJar
liafa verið lesnar 65 íslendinga-
sögur, og er það sómi fyrir
deildina að verahæstþar.—A.-
D. hefur lesið 38, Y. I). 24 og
K. F. U. K. 3, það er allt of
lítið.
Frœðibœkur hefur A. D. lesið
94, U. D. 81, Y. D. 35 og K.
F. U. K. 28, einnig þar er U.
D. í raun og veru liæðst eplir
lesendafjölda.
I skemmtibókaflokknum höf-
um vjer lalið skáldsögur, leikrit
og skemmtibækur. þar eru
margar góðar bækur, allar heztu
skáldsögur vorar og hafa þær
verið vel notaðar, U. D. er liæðst
einnig hvað þenna flokk snertir.
Þar hafa verið lánuð út 520
bindi. Meðal þessara hóka liefur
slæðst inn á safnið slæm bók,
sem eiginlega er þar í óþökk.
Það er Kapitola. Að vísu verð-
ur ekki sagt að »Kapitola« sje
siðspillandi bók, en hún er
spekkspillandi, án þess að gefa
nokkuð í staðinn nema þann
æsing sem menn geta komizt í
við lestur slíkra bóka.
En livi er hún þá höfð á
safninu?