Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Blaðsíða 14

Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Blaðsíða 14
14 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. II. ÁRG. seint gangi. Tvö ný fjelög stofnuð og meðlimatalan að aukast. Svipjóð. Fjelagið í Stokkhólmi er að koma upp hóteli í sambandi við hina nýju fjelagsbyggingu sina. Pann 15. nóvember varð formaður sænska fjelagssambandsins, prins Oskar Bernadotte, 50 ára. Varlion- um pá fært að gjöf frá K. F. U. M. minningar-albúm mjög skrautlegt með myndum frá flestum fjelögum landsins. Á fjrrsta blaðinu stóðu pessi orð: »Hin kristilegu íjelög ungra manna i Svípjóð færa sínum elskaða og mikilsvirta sambands- formanni á fimmtíu ára afmælisdegi hans innilega hamingjuósk og heita pökk fyrir 17 ára ópreytandi starf- semi fyrír Qelögin«. Prins Bcrnadotte hefur verið einn af beztu og ótrauðustu starfsmönn- um fjelagsins í Svipjóð í heild sinni og sjerstaklega i K. F. U. M. í Stokk- hólmi. Hann tekur pátt i fjelags- lífinu, kemur opt funda milli til pess að ræða við einstaka fjelags- menn, er með í bibliulestrum og öðru starfi. Ljúfur er hann við alla æðri og lægri. Pað er pvi ekki furða, pótt hann sje elskaður af fjelagsmönnum. England. Vegna liitans, sem nú brennur í allri pjóðinni í hinnistór- fengilegu kosningabaráttu, hefur hið pólitiska stórmál vcrið rætt í mörg- um málfundafjelögum innan Ií. F. U. M. og fundarályktanir gjörðar. í mörgum tilfellum liafa blöðin náð í petta og notað pað í sínar parfir. Hið cnska fjelagsblað »Central- Orga.n« fyrir K. F. U. M. liefurveitt fjelögunum alvarlega áminningu um að lialda sjer frá öllu sliku og varð- vcita af fremsta megni hluttökuleysi fjelagsins i pólitik, sem sjerkennir K. F. U. M. allsstaðar á jörðunni. — Hafa fjelagsblöð liinna ýmsu staða á Englandi tekið i sama strenginn. Frá fjelaginu. Gamla árið endaði með livössu hrynuveðri. Önotalegt var að fara út úr hlýjum og björtum stofum út í storminn, snjóganginn og krapa- færðina; par að auki var fjarska skreift. En pó komu nær 50 manns á bænasamkomuna, sem byrjaði kl. ll’/a á gamlárskvcld. Meðan klukk- an sló 12 og tíminn skipti um frá ári til árs, stóðu allir og meðtóku Mcssun drotlinsf. (drottinn blessi pig og varðveiti pig) og báðu par næst »Faðir vor«, og svo báðu fá- einir af liræðrunum. Athöfninni var lokið kl. 12*/». í*á óskuðu allir lxver öðrum gleðilegs nýárs, og pá var komið gott veður. — Á nýárs- dagskveld var svo samkoma fyrir alla. - Annan dag í nýári, sem nú bar upp á sunnudag, talaði framkvæmd- arstjóri fjelagsins i kirkjunni við liámessu um fjelagið. — Um kveldiö var fundur fyrir allar deildirnar í K. F. U. M., pví pá var afmælis- dagur fjelagsins lijer i Reykjavik. Nokkrir heldri menn bæjarins, par á meðal landlæknir, gjörðu oss pann sóma að hcimsækja oss og vera á fundi vorum; mundu fleiri fiafa komið, ef peir hefðu ekki verið liindraðir af brjcfaskriftum og fleiru; póstar áttu að fara næsta morgun. Biskup landsins kom um daginnog færði fjelaginu heillaósk með af- sökun að geta ckki komið utn kveld- ið. Eplir að sungið hafði verði og beðið, talaði formaður fjelagsins, Knud Zimsen verkfræðingur; par

x

Mánaðarblað K.F.U.M.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/494

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.