Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Blaðsíða 6

Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Blaðsíða 6
& MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. II. ÁRG. nm siðíin, sem lijálpaði mjer á mikilvægri stund. Og jeg get ekki annað en haft góða von um að seinna muni fundum mínum og míns norska vinar bera saman, þar sem allar ráð- gátur eru leystar. Hamingju- samur er sá sem breytir eptir þessu versi sálmsins: Lifðu Jesú, — láltu lionuin Lil's píns æskudag i tje, Manndóms-ár — já ellin gráa einnig Jesú lielguð sje. All lífið helgað Jesú, það ev hið hezla! Guðsþjónusta í kirkjunni. Ef menn almennt væru spurð- ir að því, livers vcgna þeir fari í kirkju, þá er hætt við að margir mundusvara: »Til þess að hlusla á prestinnk og þegar menn dæma um livert þeir hafi haft, »uppbyggingu« af að fara i kirkju þá fer dómurinn vana- lega eptir þvi, hvort ræðan hafi verið góð eða ekki. Með öðr- um orðum: Ræðan er orðin liöfuðatriðið í guðsþjónustunni hjá mörgum. Þetta er ekki gott og ekki eins og það á að vera. I5ví með þessum hugsunarhætti er hæll við að allt of mikið verði komið undir því hvort presturinn er góður ræðumaður eða ekki; eða ef preslurinn hef- ur verið illa fyrirkallaður, er hann samdi ræðu sína, þá geta margir farið á mis við uppbygg- inguna. Það er auðvitað ágætl að hafa góðan ræðumann fyrir prest, og að fá góða ræðu í kirkjunni, en ef lagt er ofmikil áherzla á þetta og ef menn liyggja að það eitt erindi eigi þeir í kirkju að hlusta á, livað preslurinn segir i stólnum, þá getur það orðið til mikils tjóns. — Gagnið af kirkjugöngunni má ekki vera komið undir hæíi- leikum og mismunandi frammi- stöðu prestsins. Vjer köllum kirkjugönguna guðsþjónustn og í því nafni er fólgin upplýsing um það erindi sem vjer eigum í' kirkjuna. Vjer komum þangað fyrst og l'remst lil þess að þjóna guði og tilbiðja hann. En til- beiðslan er sjerstaklega hundin við altarisþjónustuna. Þessvegna er allarisþjónustan höfuðatriðið í messugjörðinni. Það er meira varið í hana, lieldur en þá allra beztu prjedikun. Ef menn gættu þessa, þyrftu þeir aldrei að fara óánægðir úr lcirkjunni. Jafnvel þar sem altarisþjónustan er eins snauð eins og hjá oss, þá hefur hún þó í sjer svo mikið af hei- lögu efni til uppbyggingar að hún má vel veita fulla næringu hungraðri og þyrstri sál, er vill tilbiðja guð og meðtaka blessun hans. Látum oss þá einu sinni hver með öðrum setja oss fyrir sjónir

x

Mánaðarblað K.F.U.M.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/494

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.