Ný kristileg smárit - 01.04.1894, Page 4

Ný kristileg smárit - 01.04.1894, Page 4
44 iþann bezta veg með stórri viðkvœmni. Eg óskaði af honum, að sjera Gísli mætti vera hjá mjer á jþessari seinustu tíð, engan vil jeg eins og hann. Jón á Leysingjastöðum var hjá mjer í gær og það var mjer til ánægju. Sjera Magnús var hjá mjer í dag og talaði við mig, og það varð mjer til nyt- semi. Húsbændur mínir leitast við af öllum kröpt- um að gleðja mig í Guði mínum«. J>annig eru brjefsins orð, og eptir fangans til- mælum var sent til prestsins sjera Gísla Gíslason- ar á Vesturhópshólum, sem heimsótti þennan aum- íngja og lagaði fljótt það ábótavant var í hans þenkingarliætti. Degi síðar kom eg eptir ósk sýslu- mannsins, sem eptir fanganna sóknarpresta bón beiddi mig að fylgja þeim á aftökustaðinn. Frið- rik gladdist og mikið af minni komu, og sagði sjer mikið kært að heyra mig tala guðlega lærdóma, og eg hefði fyrri haft lykilinn að síuu hjarta; samt beiddi hann prestinn sjera Gísla að yfirgefa sig ekki fyrri en undir það síðasta, og kvöldinu fyrir sitt líflát mælti hann í margra áheyrn þessum orðum: »Guð vísaði mjer á sjera Gísla, og hann er orðinn mjer að því sem jeg vonaði eptir. Sjera Magnús og Jón á Leysingjastöðum bjuggu mig honum i hendur, en sjera Jóhann endurnærði hjá mjer það sem sjera Gísli hafði sagt«. Síðan vorurn við á víxl hjá honum, þá hann vakti, og styrkti það hann ekki lítið í verki sinnar umvendunar, að okkar kennslumáti og útskýring guðlegra lærdóma var svo samstemma, að hann sagði, að allt hvað við töluðum við sig væri eins og sami maður skyldi tala það. Á sunnudaginn 1. eptir þrettánda með-

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.