Ný kristileg smárit - 01.04.1894, Síða 11

Ný kristileg smárit - 01.04.1894, Síða 11
51 sögð. Hann hafði haft góða söngrödd, og til að fullkomnast í sönglistinni, hafði hann skömmu eptir kynningu sína við meistara Leonardo farið til Eómaborgar. J>ar lenti hann í gjálífum solli, sem hreif hann svo með sjer, að hann að lokum varð bæði aumingi og glæpamaður og þanmg á sig kom- inn, þegar meistarinn fjekk hann til sín í seinna skiptið. Síðustu orðin- Suður á Jpýzkalandi var gamall og gráhærður læknir í smábæ einum. Hann var mjög smár vexti og gekk á síðum frakka. Hann var á ferli allan daginn, og ókunnugum, sem sáu hann í fyrsta sinni, þótti hann dálítið broslegur.^en engir kuunugir hentu gaman að honum, hann var öllum svo kær. Allra vænst þótti þó börnunum um hann. Sjálfur hafði hann aldrei átt barn, en hann var samt mesti barnavinur, og sjaldan hitti hann svo barn á förnum vegi, að hann viki ekki einhverju góðu að því í orði eða verki. Börnin hópuðust líka að honum, þegar hann var á ferðinni, þau voru ekki hrædd við hrukkurnar og gráa skegg- strýið, andlitið var svo hýrt samt, og svo teygðu þau rninnstu sig á tá og gægðust niður í ytri vas- ana á síða frakkauum. jpeirn vildi það til, að eig- andinn var svo stuttur; og stæði nú svo á, að læknirinn væri nýkoininn heiman að frá sjer, þá brást þeim ekki að finna eitthvert góðgæti í vös- Unum, A sumrin hafði hann með sjer aldini úr

x

Ný kristileg smárit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.