Ný kristileg smárit - 01.04.1894, Qupperneq 12

Ný kristileg smárit - 01.04.1894, Qupperneq 12
52 garðinum sínum, og á veturna eitthvað annað, sem börnunum kemur vel, og alltaf kom hanu heim með tóma vasana. J>egar gamli laeknirinn átti ekki mikið annríkt, þá settist hann stundum á bekk eða stein og sagði börnunum sögu, og það þótti þeim nú allra bezt. f>ær voru karinske ekki svo merkilegar sögurnar hans, en börnin skildu þær og mundu þær. Ein af sögunum hans var þessi: »f>að var löngu, löngu áður en þið fæddust, börnin góð, þá var jeg barn á ykkar reki, dálítið stærri en hún Stína þarna, en minni en hann Pjetur. Jeg var rjett að segja orðinn 12 ára gamall. Faðir minn var bóndi og jeg var farinn að gjöra gagn úti við. f>að var seiut utn sumarið, og jeg var farinn að slá með piltunum, en jeg kom heim á undan þeim á kvöldin. |>að var eitthvað um mið- aptansleytið, að jeg var að koma heim með orfið mitt, þreyttur og svangur. í dyrunum mætti jeg föður mínum. Hann var rneð böggul í hendinni og segir við mig: »f>að var gott, að þú komst, Júlíus minn, viltu ekki bregða þjer inn í bæinn og fara með þetta á pósthúsið fyrir mig, það liggur á því«. f>etta var nú bæjarleiðarkorn, en jeg var bæði þreyttur og svangur, og mjer þótti erindið því ekki gott, og var rjett farinn að svara eitthvað afundið. En þá hvíslaði einhver góður andi því að mjer, að jeg mætti ekki láta á því bera við föður tninn; hann var líka svo hægur og hógvær, að hann hefði orðalaust bara farið sjálfur, hefði jeg neitað því.

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.