Ný kristileg smárit - 01.04.1894, Page 14

Ný kristileg smárit - 01.04.1894, Page 14
54 Forskriptin- Hún var alveg nýkomin á skólann, hún Sigríður litla, hiin var ekki nema 8 ára gömul, og nú hafði kennarinn búið í hendurnar á henni og hún sat með forskriptina fyrir framan sig, ósköp hnuggin og vandræðaleg. Forskriptin var svo fín og falleg og litla Sigríð- ur hugsaði með sjer: »|>etta get jeg aldrein. »Bn jeg verð þó að reyna það, jeg gjöri það eins vel og jeg get«. Og með skjálfandi hendi fór hún að draga til stafanna og horfði á forskriptina við hvern drátt. Hún komst niður hálfa síðuna, og það var Ijóta klórið. eins og við var að búast af 8 vetra stúlku. Einhver stallsystir hennar, sem þóttist vera komin lengra, gægðist í skrifbókina heunar og sagði: »En það dæmalaust hrafnaspark«. Aumingja litla Sigríður fór að gráta, og verst af öllu var þó, að nú kom kennarinn að skoða bók- ina hennar. Hún var svo hrædd við ávítur, en kennarinn brosti við og sagði bara: »Jeg sje að þú ert þó að reyna það«. Hún hughreystist heldur við þetta, og næst vandaði hún sig enn betur, en beinu strykin urðu hlykkjótt og bognu strykin bein; það vantaði svo fjarska mikið til að hún næði forskriptinni, og hún kveið þvi aptur, að kennarinn kæmi að líta á hjá sjer. En kennarinn var ekki svo strangur; hann sagði litlu stúlkunni til með mestu hógværð og bætti svo við:

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.