Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1926, Qupperneq 4

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1926, Qupperneq 4
2 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. M. í Kaupmannahöfn. Harald Westergaard, sem skrifað hefur þessa játningu, er pró- fessor í þjóðmegunarfræði við Hafnarhá- skóla, fæddur 19. apríl 1853, varð professor 1886; hefur skrifað margar vísindalegai' rit- gjörðir í sinni grein; varð doctor 1902. Iief- ur starfað mikið fyrir kristindómsmál, og er í miklu áliti hjá öllum sem vísindamaður og öruggur lærisveinn Jesú. ----o——- Sumartíminn er að byrja einnig í starfi K. F. U. M. Fund- um innan dyra fækkar óðum, en starfið úti kemur í þeirra stað. Nú byrjar jarðræktar- vinna inni á landi voru rjett við þvottalaug- arnar. þar er unnið á kvöldin tvisvar eða þrisvar í viku og er gróðurstöðin að verða mjög prýðileg. — þá fer og fótboltafjelagið „Valur“ að fara á kreik með æfingastarf sitt, og vonum vjer eptir góðum árangri af því starfi. Ennfremur fara menn að hugsa fyr- ir útiverum og taka sig saman um að dvelja sumarleyfi sitt í Vatnaskógi eða Kaldárseli. — það verða gleðilegir tímar fyrir þá, sem fá að njóta þess.— Nú verða allar greinar fjelagsins að gjöra sitt ýtrasta og allir ættu að vinna með atorku og áhuga. — Menn ættu ekki að setja sig úr færi með að fjölmenna inn í gróðrarstöð vora, þau kvöld sem unnið er þar. það er slík hressing og nautn, að vinna þar saman og vera saman, og sá sem ekki hefur reynt það, getur ekki rent grun í það. A-D-menn komi inneptir á fimtudags- kvöldum; U-D-piltar á miðvikudögum. Gæit- ið vel að hinum sjerstöku auglýsingum í dagblaðinu ,,Vísi“, og enginn fjelagsmaður láti þær fara framhjá sjer. Látum oss, bræður, vera samtaka að sum- arstarfið verði gagnsamlegt og fjelaginu til sóma. ----o---- Biblíulestrar. Sjerhver kristinn maður tekur sjer dag- lega einhverja stund til biblíulesturs. Hann tekur þá biblíuna sína eða nýjatestamentið og les einhvern kafla eptir því sem tími hans leyfir. Slík stund er blessunarstund dagsins. Sje hægt, er bezt að hafa allt af sömu stund- ina til þess, annars verður hver að haga þvi eins og hann bezt getur. — En þrátt fyrir þetta er það samt mjög nytsamt að koma saman og lesa biblíuna saman. þessvegna hefur og í K. F. U. M. sjerstakt kvöld verið helgað slíkum sameiginlegum biblíulestri. það er áreiðanlegt að margt gott hefur styrkst við slíka samlestra. þeir sem stöðug- lega taka þátt í þeim, komast nær hver öðr- um. Guðsorðið gefur tilefni til margra hug- leiðinga og einn kemur með þetta annar með hitt; þannig auðga þátttakendurnir hver annan. Menn vita ekki hve mikils þeir fara á mis með því að taka ekki þátt í slíkum áframhaldandi samlestrum. það þyrftu helzt að vera margir flokkar innan fjelags, sem hefðu með sjer slíkar samlestrarstundir. það er betra að flokkarnir sjeu fámennir. þeir sem vildu stofna slíkan flokk með 3—5 mönnum, gætu t. d. haft þá á víxl hver heima hjá öðrum, þeir er hefðu húsakynni til þess. — Sem stendur er einn biblíulestrarflokkur haldinn í fjelagshúsinu, á hverju þriðjudags- kvöldi. — Allir meðlimir Aðaldeildarinnar eru velkomnir. o Á fórnarfundunum: þ. 1. apríl komu inn í byggingarsjóð kr. 130,00 og þ. 4. s. m. komu inn í byggingarsjóð kr. 77,50. Sam- tals í apríl kr. 207,50. Fermingarhátíðir verða haldnar í K. F. U. M. þ. 5. maí og K. F. U. K. þ. 7. mai.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.