Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1926, Side 7

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1926, Side 7
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 5 honum var ekið inn í hið auðvirðilega stræti, og þegar vagninn hans nam staðar hjá auð- virðilegu og óásjálegu húsi, þá fór regluleg- ur hrollur um hann. Honum fannst það hræði- legt að hugsa til þess, að hinn tilvonandi eig- andi Dorincourt-kastala,Wyndham-Towers og Chorlworth og allra hinna annara stórfríð- enda hinnar hágöfugu ættar væri fæddur og uppalinn í svo ljelegum húsakynnum, og það í stræti með kryddsalabúð á hörninu. Hann var að velta því fyrir sjer hverskonar barn hann mundi vera og hvers konar kona móð- ir hans væri. Hann hálfkveið fyrir því að sjá þau bæði. Hann hafði svo lengi stýrt laga- legum málum hinnar göfugu ættar, að hann bar virðingu hennar fyrir brjósti og honum mundi hafa fallið það þungt, ef hann þyrfti að skipta við kvenmann, sem honum fynd- ist vera fruntaleg og peningagjörn, kven- snipt, er enga virðingu bæri fyrir föðurlandi látins. manns síns nje fyrir hinu göfuga nafni hans. það var mjög gamalt nafn og göfugt, og herra Havisham bar djúpa lotningu fyrir því, þótt hann vægi ekki annað en kaldgeðja, aðsjáll og þurlyndur gamall lögmaður. þegar Mai'ía vísaði honum inn í litlu dag- stofuna, leit hann rannsóknaraugum kring- um sig. Húsgögnin voru viðhafnarlaus, en allt var snoturt og heimilislegt. þar var ekk- ert prjál, ekkert smekklaust tildur, engar af þessum lítilfjörlegu algengu myndum. það litla, sem var til prýðis á veggjunum, bar vott um smekkvísi, og hingað og þangað í stofunni voru fallegir smámunir, sem auð- sjáanlega voru tilbúnir af kvenmannshendi. „Ekki sem verst, ekki sem verst“, sagði hann við sjálfan sig, „en ef til vill hefur smekkvísi höfuðsmannsins mestu um ráðið“. En þegar frú Errol kom inn, fór honum að þykja líklegt að hún sjálf hefði átt einhvern þátt í því. Hefði hann ekki verið stiltur, þur- lyndur gamall hefðarmaður, hefði honum líklega brugðið, er hann sá hana. 1 óbrotna, dökka búningnum sínum, er fór mætavel við hið granna vaxtarlag hennar, virtist hún lík- ari ungri stúlku en móður sjö ára drengs. það var sorgarblær á hinu fagra andliti hennar, og hin stóru, mólitu augu voru bæði blíð og sakleysisleg. — Sorgarblærinn hafði aldrei með öllu horfið af andliti hennar síð- an hún missti manninn sinn. Sedrik vor orð- inn vanur við að sjá hann; hin einustu skipti sem hann hafði sjeð sorgarblæinn hverfa, var þá, er hún ljek sjer við hann, eða -þegar hann var að tala við hana og hafði komizt fullorðinslega að orði, eða notað einhver löng og erfið orð, sem hann hafði tínt upp úr blöðunum eða lært hjá hr. Hobbs. Hann var gefinn fyrir að nota löng orð og honum þótti vænt um, er þau komu henni til að hlæ(ja, enda þótt hann gæti ekki skilið, hvers- vegna það væri broslegt; hann sagði þau í fullri alvöru. — Hinn gamli lögmaður var af langri reynslu orðinn fljótur að lesa út lund- erni manni, og um leið og hann sá móður -Sed- riks, sá hann þegar að gamla jarlinum hafði skjátlast, er hann hjelt að hún væri ósiðuð, fjárglæfrakona. Hr. Havisham hafði aldrei kvongast, hafði jafnvel aldrei orðið ástfang- inn, en hann gat sjer strax til að þessi fall- ega, unga kona með hinni mjúku rödd og angurblíðu augum hefði gifzt Errol höf- uðsmanni aðeins af því að hún elskaði hann af öllu hjarta, og hefði aldrei álitið það ávinning að hann var jarlsson. Hann fann á sjer að ekki mundi torsótt að semja við hana, og honum datt í hug að verið gæti að litli Fauntleroy lávarður yrði eptir allt saman hinni göfugu ætt sinni til engra skaprauna eða vansæmdar. Iiöfuðsmaðurinn hafði sjálf- ur verið fallegur maður og hin unga kona var mjög fríð sýnum, og væri þá ekki ólík- legt að drengurinn gæti verið full ásjálegur líka. þegar hann sagði frú Errol erindi sitt varð hún mjög föl. „Ó!“ sagði hún, „þarf hann þá að vera tekinn frá mjer? Við erum svo samrýmd! Hann er gleði mín og' hamingja. Hann er hið eina, sem jeg á. Jeg hef reynt að vera hon- um góð móðir“. Hin mjúka rödd hennar titr- aði og augun fylltust af tárum. „þjer vitið

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.