Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1926, Page 10

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1926, Page 10
8 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. Sedrik hafði enga hugmynd um þessa at- hygli og kom hann því fram eins og honum var lagið. Hann rjetti hr. Havisham vin- gjarnlega höndina, þegar hann var kynntur honum, og leysti úr öllum spurningum hans eins óþvingað og hiklaust eins og þá er hann átti tal við Hobbs. Hann var hvorki einurð- arlaus nje framur, og þegar hr. Havisham var að tala við móður hans, tók lögmaðurinn eptir því að drengurinn hlustaði á samtalið með mikilli athygli eins og hann væri fulltíða maður. „Hann virðist að vera sjerlega bráðþroska“ sagði hr. Havisham eitt sinn við móður hans. „Já, jeg held að hann sje það í sumu“, svaraði hún. „Hann hefur allt af verið fljót- ur að læra og hefur mestmegnis umgengizt fullorðið fólk. Ilann hefur þann skringilega vana að nota löng orð og orðatiltæki, sem hann hefur lesið eða heyrt aðra nota, en hann er líka mjög fýkinn í alla barnaleiki. Jeg held að hann sje allvel gáfaður, en hann er líka mjög unggæðingslegur stundum, eins og drengjum er títt“. Næsta skipti, þegar hr. Havisham sá hann, varð hann að viðurkenna að það væri satt. Um leið og vagninn hans beygði fyrir hornið inn í götuna, kom hann auga á hóp af litl- um drengjum, og var þeim auðsýnilega mikið niðri fyrir. Tveir af þeim voru rjett að því komnir að fara í kapphlaup. Annar þeirra var ungi lávarðurinn hans; hann var að hrópa og hafði eins hátt og hinn hávnða- samasti í öllum flokknum. Hann stóð við hliðina á öðrum dreng og hafði sett annan rauðsokkaða fótinn fram til taks. „Einn, — til að vara!“ öskraði hlaupstjóri. „Tveir, — til að fara! — þrír — og af stað!“ Hr.Havisham hallaði sjer út um vagnglugg- ann með óvanalegum áhuga. Hann mundi ekki eptir að hafa sjeð nokkuð svipað því, hvemig hinir eðalbomu litlu rauðklæddu fótleggir litla lávarðarins flugu upp svo ótt og títt á bak við stuttbuxumar og þeyttust yfir sikeiðvöllinn í kapphlaupinu. Ilann kreppti hnefana og hljóp háleitur, en gló- bjart hárið kembdi aptur af honum. „Húrra! Seddi Errol!“ hrópuðu drengirnir og hoppuðu og æptu í ákafa. „Húrra! Villi Williams, húrra, Seddi; húrra Villi, húrra!“ „Jeg held að hann ætli að vinna“, sagði hr. Havisham við sjálfan sig. Allt þetta, — rauðu, litlu fótleggimir, sem flugu og leypr- uðu ótt og títt, upp og niður, óp drengjanna, ákefðin og kappið í litla Villa Williams, sem t.ifaði í mórauðu sokkunum sínum rjett á eptir rauðu fótleggjunum, — allt þetta kom gamla lögfræðingnum í óvanalega geðshrær- ingu. „Mjer liggur við, jeg get ekki að því gert, að jeg vona, að hann vinni“, sagði hann eins og í afsökunarsikyni við sjálfan sig. I þessu augnabliki stigu upp hin æztustu óp frá öllum hinum dansandi og hoppandi drengjaskara. Með hinni síðustu hamstola áreynslu hafði hinn tilvonandi jarl á Dorin- court náð götuljósstólpanum á horninu og snert hann, rjettum tveim sekundum áður en Villi snaraði sjer másandi og blásandi að stólpanum. ....o----- Fundarefni fyrir Maí. í. K. F. U. M., Reykiavík. 2. Sunnud. Sjcra Bjarní Jónsson talar. 9. - „ - Sjera Árni Sigurðsson talar. 1B. Uppstin-ningardag. Fundur. 16. Sunnud. Almenn samkorna. 2?.. Hvitasunna. Cand. theol. S. Á. Gislason talar. 30. Sunnud. Sjera Fr. Hallgrimsson talar. Á hverjum rúmhelgum fímtudegi jarðræktarvinna kl. 8 siðdegis. Bibliulestur á þriðjudagskvöldum kl. 81/2. Fundir i yngri deildunum leggjast niður. II. K. F. U. K., Rvík. Saumafundir á þriðjudagskvöldum kl. 8>/2. Aðrir fundir leggjast níður. Mánaðarblað K. F. U. M. kemur út einu sinni í mánuði. Kostar 2,50, aur. árg Upplag 3000 eintök. Afgr. i húsi K. F. U. M., Amtmannsstig. Afgreiðslum.: Ingvar Arnasson. Utg.: K. F. U. M. Prentsm. Ácta.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.