Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1926, Síða 3

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1926, Síða 3
Liðsöfnun Krists. Nú Sonur Guðs á sigurför Með sæmd og tignarglanz Hjer ríður fram með fríðri sveit, Er fylgir merkjum hans. Hans augu ljóma leiptur-snör Og leynzt þeim ekkert fær; En gneistar sindra’ af sverði hans, Sem synd til jarðar slær. Iiann ríður fram með fylktum her, Svo foldin skelfur við; Og gullinfánum fylgir hans Hið fríða hetjulið; Og píslarvottar prýða sveit Þeir pinting þoldu’ og neyð Með söng í hjarta’ og sanna trú Og sigurgleði í deyð. Og æskulýðsins beztu blóm, Sem blómgast hjer í heim, Sjer velja þegar vegsemd þá Að vera í skara þeim. — Er svífur konungsfáninn fram Þeir flýta sjer af stað; Að þjóna Kristi’ og kirkju hans, Þeir kjósa hlutverk það. Og Sonur Guðs á sigurför Þeim sendir þessi boð: „Þjer, ungu menn, jeg óska mjer Af yður lið og stoð!“ Þá svara góðir sveinar strax: „Ó, sjá þú, Drottinn, oss! Vjer alli-r viljum vígjast þjer Og verja’ hinn helga kross“. Auðæfi. Þetta orð er sem eitthvert töfraorð; allir vilja eiga auðæfi. Allir girnast að hafa fjár- sjóðu og þar sem fjársjóðir manna. eru, þar mun og hjarta þeirra vera. Nú á tímum er mikill hugur á því að afla sjer auðæfa og það er sagt, að auðurinn sje afl þeirra hluta, sem gjöra skal. Og það er satt að auður kem- ur mik-rU til leiðar, í hvaða merkingu, sem vjer tökum þetta orð. Það er fleira auður en peningar og fjármunir. Þekking og menntun eru líka auðæfi, og mikið afl fylgir þeim auði. — Mannkostir og dyggðir eru líka mik- ill auður og kemur miklu til leiðar. En ann- ar auður er þó miklu beztur. Það er auður lífsins í Guði. Það er auður trúarinnar. Þann auð fyrirlíta margir og meta hann einskis, en sá sem á þenna auð, getur verið án allra annara auðæfa og verið sæll og glaður. Eng- in önnur auðæíi geta vemdað eig'anda sinn svo að hann sje í raun og veru sæll. Það eru til menn sem eiga milliónir af peningum og n.illiónavirði í öðrum eignum og eru þó svo vansælir, að þeir mættu öfunda hinn fátæk- asta nábúa sinn. Margir eru ríkir af auðæf- um þekkingai’ og lærdóms, en bera þó í sjer nístandi sorg og kveljandi órósemi. Margir

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.