Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1926, Blaðsíða 4
2
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
eru hlaðnir mannkostum og dyggðum, svo
allir lofa þá, en innst inni finna þeir hve
götugt og fánýtt allt þetta er, því þeir þekkja
sjálfa sig og vita, að allir þeirra kostir hafa
aðeins gildi fyrir mönnum, en ekki fyrir
þeim sjálfum. f sál sinni eru þeir friðlausir
menn. En auðurinn í Guði gefur þeim, sem
eiga hann, frið og ánægju. Og þeir vita að
auður stendur föstum fótum bæði hjer í lífi
og eptir þetta. Þau gæði, sem þeir eiga hjer,
eru fullvissan um að vera guðsbörn, frels-
uð af náð, ekki vegna verðleika, ekki vegna
mannkosta, ekki vegna dyggða sinna, heldur
vegna kærleika Guðs, í Jesú Kristi, vegna
fórnardauða hans á krossinum. Þau eiga þar
með þau gæði að geta sagt A b b a, f a ð i r,
og þannig í fullu trúnaðartrausti komið fram
i'yrir hann á hverri tíð, með stórt og smátt.
Þetta er sá mikli auður guðsbarna. Ekkert
getur skert þenna auð. f mótlæti og sjúk-
dómi og sorg verður hann enn virkilegri og
skapar í sálunni hina varanlegustu sælu. —
Sælir eru þeir, sem eiga þenna auð. Þeir hafa
ráð á að vera ánægðir og glaðir mitt í allri
annari fátækt, og þessi auður gefur öllum
öðrum auð eilífðarinnihald og gjöiir hann að
virkilegum gæðum, er leiða af sjer blessun
á jörð. Átt þú þenna auð ? Ef svo er ekki, þá
snúðu þjer til Guðs og gáttu honum á hönd
af öllu hjarta, þá eignast þú hann.
Sumarlífið í K. F. U. M.
í Júlí var stofnað til sumarveru í Vatna-
skógi. Var lagt af stað þriðjudag þ. 20. með
mótorbátnum „Óðinn“. Veður var ekki hið
bezta, rigning talsverð og hvasst með köfl-
um. Það var því ekki hægt að lenda við
Saurbæ, heldur varð að fara inn að Hrafn-
eyri, og ganga þaðan út í skóg. Það bætti
mjög úr að 5 piltar voru komnir á undan
fyrir nokkrum dögum og höfðu sett upp
tjöldin og búið allt í haginn. Þessi flokkur
var nokkumveginn heppinn með veðrið, enda
þótt það væri í vætutíðinni. Daginn eptir
komuna þangað var sæmilegt veður og
skemmtu menn sjer hið bezta. Á fimtudag
og föstudag var líka mjög fagurt veður, sól-
skín og sumarsæla. Á föstudag var farið upp
á Skarðsheiði og var þá vel bjart og útsýni
mikið og fagurt. Blasti þar við sjónum
manna allt hið fagra Borgarfjarðarundir-
lendi og þar fyrir ofan hinn tignarlegi
jöklahringur í allri sinni stórfenglegu feg-
urð. Á hinn bóginn mátti sjá Reykjavík og
langt suður eptir Reykjanesskaganum. Það
var ógleymanleg sjón þeim, er það sáu. Á
laugardag og sunnudag var talsverð rigning.
Á sunnudaginn var farið til kirkju að Saur-
bæ. — Og um kvöldið var hátíðleg samveru-
stund heima í tjaldinu. Það var síðasta kvöld-
ið, sem flokkurinn var uppfrá og þótti mönn-
um tíminn hafa liðið helzt til fljótt. Á mánu-
daginn var mikil rigning og gjörði hún erfitt
fyrir að taka sig upp. Þó var það auðveld-
ara af því að ekki þurfti að taka saman
tjöldin, því nýr flokkur átti að koma sama
dag. — Mættust flokkarnir í • lendingunni á
Saurbæ. Með „Óðni“ komu upp eptir 25 skát-
ar til þess að vera næstu viku í skóginum.
Þrír urðu eptir úr fyrri flokknum, síðan
bættust tveir við úr Reykjavík er komu
landveg og 5 skátar frá Akranesi. Var þetta
stærsti flokkur, sem hefur verið upp frá. —
Óveður hjelzt nær alla vikuna, stórfeldar
rigningar og hrakveður. Rann allt út í vatni,
lækir mynduðust á mörgum stöðum, og vatn-
ið í Eyrarvatni hækkaði um liðugan meter.
En þrátt fyrir allt þetta voru menn ekki
hnuggnir. Gleði og gaman og ágætt samstarf
átti sjer stað. 8 af þeim stærri tóku sjer
gönguferð norður í Skoradal þrátt fyrir
óveðrið og komust alla leið að Hesti allir
rennblautir. Tók sjera Eiríkur Albertsson
við þeim mæta vel og voru þar um nóttina
í góðu yfirlæti; fylgdi prestur þeim næsta
dag alla leið yfir Dragháls og hestaði þá
alla. — Gott er oss nágrennið hið efra; urð-
um vjer fyrir mikilli gestrisni og góðvild
bæði á Geitabergi og Saurbæ. Við Saurbæ eru
knýttar mestar minningar utan Vatnaskógs