Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1926, Síða 5
3
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
hið efra. Þar er vor kirkjustaður, og- þangað
höfum vjer sótt bæði andleg og' tímanleg
gæði. Vilja prófastshj ónin oss allt til góðs
gera, bæði í hestalánum og öðrum viðskipt-
um. — Sunnudaginn 1. Ágúst var burtfarar-
dagur vor. Var bá nær allan daginn stór-
rigning. Voru flestir blautir er niður að
Saurbæ kom. Það átti ekki að messa þar
þann dag. En með því komu bátsins dvaldi,
þá fengum vjer stutta guðsþjónustu og var
það gleðirík stund í kirkju Hallgríms Pjet-
urssonar. Á meðan kom báturinn og var síð-
an gengið úr kirkju til strandar og haldið
heimleiðis. Veður var þá orðið þurt og gott
og hjelzt alla leið út Hvalfjörð. En síðan
kom versta úrviður á móti oss, er fyrir Kjal-
arnes kom. En gleðisöngvar hljómuðu samt
alla leiðina frá hinum káta og röska sveina-
hóp, sem þótti- t þrátt fyrir allt hafa farið
góða og minnisstæða för. — Vegna bleytunn-
ar og rigningarinnar urðum vjer að láta
tjöldin standa uppi og skilja þau eptir. — En
næsta sunnudag fór dálítill hópur upp í skóg,
og leigðum vjer til fararinnar ,,Óðinn“. Þá
var veður hið bezta og fagurt mjög. Vjer
komum að Saurbæ rjett fyrir messubyrjun.
Af því að svo lengi höfðu verið óþurkar og
töður manna legið undir skemmdum, hjeld-
um vjer að engin messa yrði vegna þurks-
ins þann dag. En það fór nú öðru vísi. Það
kom margt fólk og bar sjerstaklega á unga
íólkinu í kirkjunni. Fengum vjer þar inn-
dæla messu og- mjög uppbyggilega og góða
predikum hjá prófastinum. Síðan fórum vjer
upp í skóg og skemmtum osis svo lengi, er
vjer máttum; tókum síðan saman tjöldin og
komum öllu í lag; og höfðum svo beztu
heimför. —
K. F. U. M. í öðrum löndum.
Afríka: f blaðinu „The South African Out-
look“ stendur þessi grein:
„Mjög merkileg athöfn fór fram nýlega í
Bloemfontein. Bæjarstjórnin höfir gefið
grunn í hjarta bæjarinisi og veitt 1200 pd.
St. til þess að reisa K. F. U. M.-byggingu
fyrir Bantu-negra, fyrsta Bantunegrafjelag í
Suður-Afríku. Mikill mannfjöldi var saman
kominn, er homsteinninn var lagður. Biskup-
inn; í Bloemfontein stjómaði athöfninni og
borgarstjóri Dr. Steyn lagði hornsteininn.
Þegar húsið er uppkomið tekur K. F. U. M.
við því til eignar og viðhalds. Þetta er stór
atburður og þýðingarmikill fyrir Bantu-
æskulýðinn. Og þetta verður sjálfsagt til
eptirdæmis á mörgum stöðum. Framkvæmd-
arstjóri Bantufjelagsins heitir Geddes T.
Nolutschungu. Blaðið óskar honum og fje-
lögum hans hjartanlega til hamingjut
Ameríka: f vor var stofnað nýtt K. F. U.
M. á Nýfundnalandi (Newfoundland). Ilinu
nýstofnaða fjelagi var boðið húsnæði í hinu
mikla húsi „Sjómannastofu Georgs konungs
V.“.
Lautinant Richard Evelin Bird, sem flaug
yfir Norðurheimskautið, hefur lengi verið
starfandi maður í K. F. U. M. Hr. J. Daniels,
fyrverandi sjómálaráðherra Bandaríkjanna
iskýrði frá því nýlega í ræðu fyrir hr. Bird,
að hann hefði orðið undrandi á því fyrir
nokkrum árum að hitta ungan sjóliðsforingja
sem stjórnanda biblíulestrarflokks í fjelag-
inu í Brooklyn, og það væri hinn sami sem
nú væri frægur orðinn fyrir heimskautaflug
sitt. — 1 '
Asía: í Japan hefur K. F. U. M. mikið
verk og breiðist mjög út. Flestir fram-
kvæmdarstjórarnir eru háskólagengnir menn.
Það er mikill kraptur í starfinu og alvara,
sem dregur að sjer marga meðal ungra
heiðingja. Einn af beztu mönnum hinnar
kristlegu æskuhreyfingar í Japan heitir S.
Saito og hefur hann í vetur verið kjörinn
einn af aðalframkvæmdarstjórum Veraldar-
sambandsins í Sveizz.