Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1926, Síða 6

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1926, Síða 6
4 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. LlTLl LÁVARÐURINN EPTIR F. H. BURNETT „Jeg hef hlaupið alla leiðina“, sagði hann. „Jeg kom til að kveðja þig. Atvinnan geng- ur strjúkandi. Jeg keypti þetta handa þjer fyrir það sem jeg vann mjer inn í gær. Þú getur haft það, þegar þú kemur í hóp fína fólksins. Jeg missti utan af því í troðningn- um niðri. Þeir vildu ekki láta mig komast upp til þín. Það er vasaklútur". Hann sagði þetta allt viðstöðulaust eins og í einni setningu. Klukku var hringt. Hann tók viðbragð og þaut af stað áður en Sedrik hafði getað sagt eitt orð. „Vertu sæll og biessaður“, kallaði hann til hans. „Hafðu hann, þegar þú kemur til fína fólksins“. Og svo var hann horfinn í þröng- inni. Fáum sekundum seinna sáu þau hann ryðjast í gegnum þröngina niðri á lægra þilfarinu og komast í land í sama bili og landgöngubrúin var tekin. Svo stóð hann á uppfyllingunni og veifaði húfunni sinni. Sedrik hjelt á klútnum í hendinni. Hann var úr ljósrauðu silki, prýddur með purp- uralitum skeifum og hestahöfðum. Svo varð nú mikill ys og þys. Fólkið á upp- fyllingunni tók að hrópa og veifa til vina sinna á skipinu, og vinir þeirra á skipinu hrópuðu og veifuðu á móti. Litli Fauntleroy lávarður hallaði sjer fram og veifaði rauða klútnum. „Vertu sæll, Dikk!“ æpti hann. „Þakka þjer fyrir. Vertu sæll!“ Og hið mikla gufuskip lagði nú frá; aptur var hrópað og mamma Sedriks dró blæjuna fyrir andlitið. Dikk sá ekkert nema bjarta andlit drengsins og Ijósa hárið, sem sólin skein á; og hann heyrði ekkert nema hina skæru drengsrödd: „Vertu sæll, Dikk!“ — Þannig lagði litli lávarðurinn af stað frá fæðingarstað sínum til hins ókunna lands forfeðra sinna. 4. kap. Á Englandi. Á leiðinni sagði móðir Sedrik honum að þau ættu ekki að dvelja saman á sama heim- ilinu, og þegar það fyrst varð honum ljóst, varð sorg hanis svo mikil, að hr. Havisham sá, að jarlinn hefði breytt viturlega, er hann ákvað, að móðir hans ætti að eiga heima ná- lægt honum, svo að þau gætu opt sjeðst; því það var auðsjeð, að annars kostar hefði skilnaðurinn við hana orðið honum of þung- bær. En móðir hans gat talað um fyrir hon- um svo ástúðlega og blítt og látið hann skilja, að hún yrði honum svo nálæg, að smámsam- an tók hann að sætta sig við þessa huggun og halda að það væri í raun og veru enginn aðskilnaður. „Húsið mitt er ekki langt frá höllinni", sagði hún í hveit sinn, er þetta barst á góma, — aðeins spölkorn á milli og þú getur allt af hlaupið inn til mín og sjeð mig á hverjum degi. Og þú færð svo margt að segja mjer í frjettum og þá verðum við svo glöð saman. Það er yndislegur staður. Pabbi þinn sagði mjer opt frá honum. Honum þótti fjarskalega vænt um hann; og þjer mun líka fara að þykja vænt um hann“. „Já, en mjer mundi þykja enn þá vænna um hann, ef þú værir þar líka“, sagði litli lávarðurinn og andvarpaði þungan. Hann átti svo bágt með að átta sdg á því að manna hans þyrfti endilega að búa á einum stað og hann á öðrum. En svo var mál með vexti, að mömmu hans fannst það rjettara að láta hanr ekki vita orsökina til þess að þetta þyrfti að vera svo. „Mjer þætti betra, að honum væri ekki sagt frá því“, sagði hún við hr. Havisham. „Hann mundi hvort sem er ekki geta skilið það; hann mundi aðeins verða hræddur og forviða. Jeg er lík'a viss um að samlyndi hans og jarlsins verður ástúðlegra, ef hann er duldur þess, að jarlinn, afi hans, hafi svo beiska óbeit á mjer. Hann hefur aldrei kynnst hatri eða úlfúð, og það yrði honum

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.