Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1926, Qupperneq 10
8
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
eigið þó ekki við þá upphæð, sem hann ætl-
ar yður í tekjur?“
„Jú“, svaraði hún blátt áfram. „Mjer
finnst jeg eigi helzt ekki a-ð taka á móti
þeim. Jeg má til að þiggja bústaðinn, og er
honum þakklát fyrir hann, því það gjörir
mjer unt að vera nálæg barninu mínu; en
jeg á dálitlar eignir sjálf, nægilegar til þesis
að lifa rósömu lífi — og hinar tekjumar á
jeg bágt með að fá mig til að þiggja, þar
sem hann hefur svo mikla óbeit á mjer;
mjer fyndist eins og jeg væri að iselja hon-
um drenginn. Jeg gef hann upp aðeins af
því, að jeg elska hann nægilega til þesis að
gleyma mjer isjálfri hans vegna, og af því að
faðir hans mundi vilja það“.
Hr. Havi-sham strauk sjer um hökuna.
„Þetta er undarlegt“, sagði hann. „Hann
mun verða mjög reiður. Hann mun ekki
skilja það“.
„Jeg held að hann muni skilja það, ef
hann hugsar sig um. „Jeg þarf í raun og
veru ekki á peningunum að halda, og hvers
vegna ætti jeg að þiggja yfirgnægðir af
manni, sem hatar mig og tekur barnið mitt
frá mjer — barn sonar síns ?“
Hr. Havisham hugsaði sig um nokkur
augnablik. „Jeg skal skila þessu til hans“,
sagði hann svo.
Nú var miðdagsverður borinn inn og þau
settust að borðum. Stóri kötturinn tók sjer
sæti á stól við hliðina á Sedrik og malaði há-
tíðlega meðan á máltíðinni stóð.
Seinna um kvöldið þegar hr. Havisham
kom til hallarinnar, var honum þegar í stað
fylgt til jarlsins. Hann sat við eldinn í
í skrautlegum hægindastól og hafði lagt
veika fótinn upp á skemil. Hann leit hvasst
á lögmanninn, en hr. Havisham gat sjeð
að óró og æsing bjó honum undir niðri, þótt
hann vildi sýnast rólegur hið ytra.
„Jæja!“ sagði hann, „jæja, Havisham,
kominn aptur sje jeg. Hvað að frjetta“?
„Fauntleroy lávarður og móðir hans eru
komin til Court-Lodge“, svaraði hr. Havis-
ham. „Þeim leið mæta vel á leiðinni og heils-
an er ágæt“.
Það rumdi hálf-óþolinmæðislega í jarlinum
og óþreyjufullur hreyfði hann höndina.
„Gleður mig að heyra“, svaraði hann stutt-
ur í spuna. „Það er gott og blessað. En látið
nú fara vel um yður, Havisham, og fáið yð-
ur glas af víni. — Hvað svo?“
„Lávarðurinn verður hjá móður sinni í
nótt. Á morgun kem jeg með hann til hall-
arinnar“.
Jarlinn hafði látið ölnbogana hvíla á stól-
örmunum; hann lypti upp hendinni og
skygndi fyrir augun með henni.
„Jæja“, sagði hann, „haldið áfram. Þjer
vitið að jeg sagði yður að skrifa mjer ekki
til um þetta efni, svo að mjer er með öllu
ókunnugt um það allt saman. Hverskonar
drengur en hann? Jeg kæri mig ekkert um
móðurina; hvernig er hann sjálfur?“
Hr. Havisham dreypti á glasinu, sem hann
hafði helt í handa sjer og hjelt því í hend-
inni.
„Það er fremur erfitt að dæma um upplag
sjö ára drengs“, sagði hann varkárlega.
Hleypidómar jarlsins voru mjög rótgrón-
ir. Hann leit fljótt upp og sagði hálf-bistur:
„Heimskur, er ekki svo? Eða klunnalegur
hvelpur? Kippir í ameriska kynið, auðvitað?“
„Jeg held ekki að það verði honum að
baga, lávarður minn!“ svaraði lögmaðurinn
þurlega. „Jeg hef nú ekki mikið vit á börn-
um, en jeg held samt að hann sje fremur
snotur drengur“.
----o----
Á fórnarfundinum 4. Júlí komu inn kr.
192,68.
Enginn fórnarfundur í Ágúst.
Mánaðarblað K. F. U. M. kemur út einu sinni í mánuði. Kostar 2,50, aur. árg Upplag 3000 eintök
Afgr. i husi K. F. U. M., Amtmannsstig. Afgreiðslum.: Tngvar Arnasson. Útg.; K. F. U. M. Prentsm. Acta,