Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1927, Blaðsíða 4

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1927, Blaðsíða 4
2 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. hvor listinn mundi verða stærri? — Heimur- irm eptir hvöt ýmsra Júdasa amast við kær- leiksþjónustu trúarinnar enn þann dag í dag. J e s ú s ávítaði lærisveinana fyrir þenna hugsunarhátt þeirra, og lýsti velþóknun sinni á kærleiksgjöf Maríu og gaf henni fag- urt fyrirheit, sem rætzt hefur í nær því 19 aldir, að þessarar þjónustu skuli verða getið hvar sem fagnaðarerindi hans er boðað. — Svo lýsir hann enn velþóknun sinni yfir öllu því sem í sannleika er gjört fyrir hann og fyrir guðsríki og blessar hverja fórn, sem færð er honum af trú og kærleika, og gefur hénni fyrirheit um dýrðleg náðarlaun um allar eilífðir. Svo látum oss þjóna Jesú á föstunni og ætíð með brennandi kærleika. ------------------o--- Orð til íhugunar. Sæll er sá maður, er eigi fer að ráð- um óguðlegra, eigi gengur á vegi syndar- anna, og eigi situr í hóp háðgjarnra. (Sálm. 1,1.). Sæll erhversáer óttast Drottinn, er gengur á hans vegum. (Sálm. 128,1.). S æ 11 e r s á, er þú útvelur og lætur ná- lægjast þig, til þess að búa í forgörðum þínum. (Sálm. 65,4.). Sælireruþeirsembúaí húsi þínu. þeir munu framvegis lofa þig. S æ 1 i r e r u þeir menn er finna styrk- leika hjá þjer, er þeir hafa helgifarir í huga. (Sálm. 84,4,—5.). Sæll er sá maður sem treystir þjer, Drottinn hersveitanna. ----o--- Fermingar byrja síðari hlutann í þessum mánuði. Það verður þá fermdur mikill fjöldi af bömum í báðum kirkjunum. Látum oss biðja fyrir þeim, að fermingin mætti verða þeim til mikillar blessunar. Fermingardagurinn er há- tíðlegur í lífi hvers bams. Það á sjer stað tvöföld staðfesting: Börnin staðfesta skírn- arsáttmála sinn, staðfesta það að þau vilji lifa sem kristnir menn og konur, er þau vaxa upp. En Guð staðfestir svo aptur þann sáttmála sem hann gjörði þegar þau voru skírð, að hann vilji vera þeim faðir, sem þeim sje óhætt að flýja til, ef þau vilja halda áfram að vera hans börn í trú og lífi. Jesús staðfestir við þau þá gjöf er hann lagði fram þeim til handa í heilagri skím, þá gjöf að þau meigi eiga fullan aðgang að því sem hann afrekaði þeim á krossinum, fyrirgefningu syndanna og eilíft líf. Og Heil- agur Andi staðfestir það sem hann gaf þeim í skírninni að hann vilji hjálpa þeim til lif- andi trúar og vera þeim það lífsafl, sem get- ur gjört líf þeirra fagurt og frjósamt, og að hann vilji koma fram fyrir þau með and- vörpunum, sem engin orð fá lýst. Hin Heil- aga Þrenning tekur þannig þátt í fermingu þeirra. Það er svo allt undir vali þeirra kom- ið. Látum oss biðja fyrir þeim að þau megi velja rjett. ----o----- Billarð. Það hafa þotið upp hjer í bænum billarð- stofur margar nú á síðustu tímum. Það geta orðið spillingarstaðir hinir örgustu. Það hef- ur reynslan sýnt víða annarsstaðar. Þar inni venjast menn á slæpingsskap og iðjuleysi. Þar eyða þeir miklu af peningum og eru þar innan um slæman fjelagsskap, sem spillir góðum siðum. Þar er opt ófagurt orð- bragð. Þeir sem venja þangað komur sínar, komast inn á spillingarbraut, sem getur end- að í argasta ræfilshætti. Sjerhver unglingur. sem vill vera vandur að virðingu sinni, ætti að forðast þá staði eins og heitan eldinn. I Ameríku eru slíkir staðir settir á borð með verstu drykkjukrám og fyrirdæmdir af öllu heiðarlegu fólki. Það er alvarlega skorað á alla pilta, sem vilja njóta virðingar manna,

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.