Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1927, Blaðsíða 8

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1927, Blaðsíða 8
6 MÁNAÐARBLAÐ K F. U. M. varð þá lýðnum ljóst, að hvemig sem því væri varið með aðra menn, þá vekti þó jarl- inn af Dorincourt enga hræðslu í huga son- arsonar síns. „Styddu þig bara við mig!“ heyrðu menn hann segja. „En hvað fólkinu þykir vænt um að sjá þig, og þeir virðast allir að þekkja þig“. „Taktu ofan, Fauntleroy“, sagði jarlinn, „þeir eru allir að heilsa þjer“. „Mjer!“ sagði Fauntleroy forviða og strauk húfuna af höfði sjer og leit undrandi augum á mannþyrpinguna og reyndi til að hneigja sig fyrir öllum í einu. „Guð blessi yðar tign!“ sagði gamla kon- an í rauðu kápunni, sem heilsað hafði móð- ur hans; „mættuð þjer lifa lengi!“ „Þakk yður fyrir, frú!“ sagði Fauntleroy. Og síðan gengu þeir inn í kirkjuna og allur söfnuðurinn starði á þá á leið þeirra inn kirkjugólfið alla leið að upphækkuðu stúk- unni, sem tjölduð var rauðum dúkum og d.júpum hægindastólum. Þegar Fauntleroy var seztur, sá hann tvennt, sem varð honum til gleði: fyrst móður sína, sem sat hinu megin í kirkjunni, þar sem hún gat sjeð hann. Móðir hans sat þar og brosti til hans. Hitt, sem honum þótti gaman að sjá, var það, að hinu megin við stúkuna, upp við vegginn, voru tvær myndir höggnar í stein. Það var maður og kona, sem krupu hvort á móti öðru við stöpul og voru þar á tvær steinhöggnar bænabækur; þau höfðu hend- urnar samanlagðar eins og til bæna, og voru í undarlegum gamaldags búningum. Á stein- töflunni fyrir neðan var eitthvað skrifað, og af því gat hann aðeins lesið þessi orð; „Hier hvila Hjonen, Gregor Arthur, fyrste Iarl a Dorincort og Alisona Hildegerdur. hans Kvinna“. „Má jeg hvísla?“ sagði litli lávarðurinn lágt, iðandi af forvitni. „Hvað er það?“ sagði afi hans. „Hver eru þau þarna?“ „Það eru forfeður þínir“, sagði jarlinn; „þau voru uppi fyrir nokkrum hundruðum ára“. „Ef til vill", sagði Fauntleroy og virti þau fyrir sjer með lotningu, „ef til vill hef jeg fengið stafsetninguna mína frá þeim“. En nú byrjaði þjónustan og hann fylgdist með í henni. Er söngurinn byrjaði, stóð hanr. upp eins og aðrir og leit brosandi til mömmu sinnar. Honum þótti mjög gaman að söng og þau móðir hans höfðu opt sungið sam- an. Nú söng hann með; hin hreina, háa rödd hans hljómaði hvell og skær. Ilann gleymdi sjálfum sjer af unaði söngsins. Jarlinn gleymdi sjer líka þar sem hann sat 1 horni stúkunnar, þar sem tjöldin huldu hann sýnum; hann hafði ekki augun af drengnum. Sedrik stóð með stóru sálmabók- ina í höndunum og söng af öllum mætti með upplyptu höfði, auðsýnilega hrifinn, og með- an hann var að syngja, kom langur geisli af sólskini inn gegnum gullna rúðu í steinda glugganum á móti og fjell á ljósu lokkana hans. Móður hans varð litið upp til hans og það kom titringur á hjarta hennar og upp frá því steig bæn um að hin hreina og saklausa gleði hinnar barnslegu sálar mætti vara við, og að hin mikla sjaldgæfa hamingja sem fallið hafði honum í skaut. hefði ekkert illt í för með sjer. Það voru margar hugsanir blíðar og þó kvíðablandn- ar, sem vöktu þessa daga í móðurhjarta hennar. „Ó, Seddi!“ hafði hún sagt við hann kvöldinu áður, meðan hún hjelt honum í faðmi sjer, er hann var að kveðja. „ó, Seddi minn kæri, jeg vildi óska þín vegna að jeg væri svo vitur að jeg gæti gefið þjer mörg viturleg heilræði. En jeg get aðeins sagt þetta: Vertu ávalt hugrakkur, góður og sannur og þá munt þú aldrei skaða neinn eða særa svo lengi sem þú lifir, og þá gætir þú orðið mörgum að liði, og gæti þá hin stóra veröld orðið ofurlítið betri af því að þú lifðir í henni. Og það er það bezta af öllu, beti-a en allt annað, að lifa þannig að ver-

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.