Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1927, Blaðsíða 6

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1927, Blaðsíða 6
4 manaðarblað k. f. u. m. sjer. Þegar hann var háttaður og var að því kominn að sofna, hrökk hann upp að sjá rað- imar við búnar áð hlaupa fram til viður- eignarinnar. Það hjelt fyrir honum vöku. Svo var hann nær því á hverju kvöldi við æf- ingar og fjekk sjer upplýsingar og las rit og bækur um þenna leik. — Svo sá hann að leikurinn hafði stórkostlega þýðingu, eða gat haft það fyrir líkamlegan og siðferðileg- an þroska manna. En til þess að hann kæmi að gagni, yrði að fá góðan völl eða svæði. Síðan var sótt um leyfi fyrir flokkinn, sem tók sjer nafnið Valur, að mega ryðja sjer svæði á melunum. Það var mælt út og tekið til starfa. Á hverju kveldi eptir vinnu sína komu menn saman með skóflur, rekur og hjólbörur, og unnu af fádæma kappi og fjöri að ruðningunni í li/t tíma og enduðu svo verkið með söng og bæn. Á laugardagskvöld- um var unnið allt fram á miðnætti. Ýmsir komu fyrir utan meðlimi flokksins og unnu með. Það var kapp og gleði í þessu. Það er eins og draumsæla hvíli fyrir minningum þessara júníkvölda, sem aldrei gleymist þeim sem að því unnu. Svo var loks völlurinn alveg tilbúinn. Sterklegar markstengur og net og allt. Þann 16. Júlí fór fjelagið skemmtiför upp á Hamrahlíð. Það var sunnudagur. Menn söfnuðust saman í K. F. U. M. kl. 8 árdegis, og lögðu af stað í blindniðaþoku og gengu upp að Lágafelli. Þá var komið hið blíðasta sólskin. Þar gengu menn í kirkju og hjeldu gmðsþjónustu; að henni lokinni var haldið upp á fjallið. Þar skemmtu menn sjer við út- sýnið og ýmsa leiki. Sáu þar Arnarhjón, sem áttu hreiður þar í klettunum. — Svo um kvöldið var haldið heim aptur eptir hinn indælasta dag. Svo 6. Ágúst var völlurinn vígður, var liði fylkt báðu megin og svo gengið inn á völlinn, hvort lið gegnum sitt eigið mark. Svo var sungið og haldin stutt ræða og síðan hófst leikur með miklu fjöri. (Meira seinna). ----0----- Alþjóða-íþróttamót innan K. F. U. M. verður haldið í Kaup- mannahöfn dagana 10.—17. Júlí í sumar. K. F. U. M. í Kaupmannahöfn á ágætan íþrótta- stað utan við bæinn. Mótið byrjar sunnu- daginn 10. Júlí. Sá dagur er sjerílagi helg- aður guðsþjónustu og svo hátíðahöldum til fagnaðar gestum mótsins. Virkir dagar not- aðir til allskonar kappleika og íþróttasýn- inga. Og síðasti dagurinn 17. Júlí verða lokasýningar og kveðjuhátíðahöld. Óvíst er hvort nokkrir geta farið hjeðan, enda þótt það væri gaman að geta sent einhvern flokk. — Það er nú verið að starfa að því að leita fyrir sjer, hvort nokkrir geti farið. — Þeir íþróttamenn, sem eru meðlimir K. F. U. M. ættu að taka þetta til íhugunar. — Meira seinna. Frægur ungur sundmaður í K. F. U. M. Piltur nokkur að nafni George Young, frá Toronto, Canada, vann verðlaunin fyrir kappsundið yfir San Pedro-sundið við Cata- lína í Californíu. — Fjarlægðin er 22 mílur (enskar). Hann synti þar yfir á 153/4 kl.st. Hann er 17 ára gamall. Hann var bláfátækur og átti fyrir móður að sjá heilsulítilli. Hann hafði ekki ráð á að fara með járnbrautinni til Califomíu, svo að hann ók á gömlu mót- orhjóli. Nú fjekk hann í verðlaun fyrir sundið 25,000 Dollars. Og nú ætlar hann að gefa móður sinni ferð til Califomíu til styrkingar heilsu hennar, en sjálfur heldur hann áfram námi sínu í Toronto. (Tekið úr danska blaðinu: „K. F. U. M. Idræt“). Heiðursnefnd alþjóðamótsins í sumar í Kaupmannahöfn er sett þessum mönnum: Generalmajor Castenschiold, form. danska íþróttasambandsins, sem hefur lofað að vera heiðursforseti Alþjóða-íþróttamótsins, utan- ríkisráðherra Dr. Moltesen, fyrverandi borg- arstjóri í Kh. H. C. V. Möller, sjera Olf. Ricard 0. fl.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.