Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1927, Blaðsíða 3

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1927, Blaðsíða 3
MANAÐARBLAÐ KFUM REYKJAVÍK Lagt frá landi. Vjer þekkjum söguna um hinn mikla fiski- drátt. Jesús fór út í bátinn, sem Símon átti, og bað hann að leggja lítið eitt frá landi. Nú eigum vjer meðlimir K. F. U. M. og K. að leggja frá landi. Sumarið er liðið, yndisfagurt sumar, er dagurinn brosti og nóttin brosti, er döggin glitraði, fuglarnir kvökuðu, blómin ilmuðu, og allt benti á sigur lífsins. En minningin um birtuna á að hvetja oss til að lifa og starfa í birtu á vetrinum, sem í hönd fer. Vjer eigum að leggja frá landi. Það er ekki nóg, að vjer bindum bátinn, hvílum oss og lifum á gömlum minningum. Nú er við oss sagt: Legg þú út á djúpið. Lát þjer ekki nægja, að allt sje í hversdagslegri deyfð. Legg' þú út á djúp starfs og dáða. Þar er hinn hressandi blær, þar strýkur golan kinn. Þar ýfast öldumar, en þar stælast kraftarnir og þangað er björg og blessun sótt. Það eru of margir, sem liggja í bátnum uppi undir landi, kristindómur þeirra er of daufur, þeir þurfa að vakna og leggja út á djúpið. Það eru því miður margir, sem geta gert þessi orð að játningu sinni: „Vjer höf- um setið í alla nótt og ekki orðið varir“. Margt hið heilaga og undursamlega vekur ekki þá undrun, þá gleði, sem það á að vekja. Vjer þurfum að leggja frá landi, leggja út á djúpið. Og þegar litli báturinn leggur frá landi, þá sjáum vjer fagurt skip, er siglir með fullum seglum. I kjölfar þess viljum vjer sigla. Það er kirkjuskipið, sem vjer sjáum. Því er stýrt af Drottni sjálfum. 1 skjóli þess er bátunum borgið, en í hverj- um bát þurfa að vera vakandi menn, starf- andi menn. Sú kemur stund, að vjer getum ekki komist alla leið á litla bátnum. Þá er tekið á móti oss af honum, sem ræður fyrir skipinu, og nú er stefnt að öruggri höfn á lífsins landi. Þannig er öllum borgið, sem leggja frá landi í nafni Drottins. Þeir ná þeirri höfn, sem þeir þrá. Nú byrjar vetrarstarfið í K. F. U. M. og K. — Það er kallað á trú vora: Vakna þú. Það er kallað á vaknaða og vakandi menn. Ef vjer hlýðum og leggjum frá landi með glöðu og öruggu trausti, þá verður veturinn ávaxtaríkur tími, svo að blessun veitist oss og starfskrafturinn eykst í fjelagi voru. Leggjum frá landi, og vjer munum fagna vetrinum, já, svo mikil andleg blessun get- ur hlotnast oss úti á djúpinu, að þessi vetur verði lengi í minnum hafður. Ýtum nú bátnum úr vörinni, jeg ýti litla bátnum mínum fram, og jeg bendi fjelögum mínum á hinum bátunum, að þeir hjálpi mjer. Þannig skulum vjer kalla hver á ann- an og uppörfa til brennandi áhuga í trúnni. Leggjum frá landi og leggjum út á djúpið. Bj. J. ----o----

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.