Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1927, Blaðsíða 9

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1927, Blaðsíða 9
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 7 eyrar dansleik fyrir okkur í samkomuhúsi, sem að stærð, fegurð og öllum frágangi jafn- ast á við bestu samkomuhús hjer. Vals mönn- um kom öllum saman um það, að þeir hefðu ekki skemmt sjer í annan tíma betur. Seinasta daginn, sem við dvöldum í bænum, kölluðum við saman stjómir fjelaganna, U. M. F. A. og Þórs. og afhentum þeim bikar að gjöf, fyrir hönd allra Vals manna, til minn- ingar um komu okkar. Að lokum vil jeg, fyrir hönd allra Vals manna, þakka Akureyringum fyrir afbrags- góðar móttökur, en þó einkum og sjer í lagi formönnum „Þór“ og U. M. F. A., sem veittu móttökunum forstöðu. Munum við seint gleyma gestrisni ykkar og drengilegri fram- komu í hvívetna. Á heimleiðinni komum við á margar hafn- ir og þar á meðal til Isafjarðar og þar keppt- um við í einum kappleik og bárum sigur úr býtum. Komum hingað með ,,Nova“ hinn 26. Júní. Skúli Guðmundsson. ----o---- K. F. li. M. erlendis. Danmörk. Gunnar Engberg, aðalfram- kvæmdastjóri K. F. U. M. í Danmörku og emn af aðalmönnum dönsku fjelaganna, hef- ir nú nýlega látið af aðalstörfum sínum fyr- ir þau, tiLþess að takast á hendur aðalleið- sögn unglingadeildarinnar í aðalfjelaginu í Kaupmannahöfn. Sú deild er fyrir drengi 14 —16 ára og var um eitt skeið stærsta ung- lingadeild K. F. U. M. í heimi. Á seinni árum hefir henni hnignað allmikið og þótti nú komið í svo óvænt efni að til þessa ráðs varð að taka til að rjetta hag hennar við. Svíþjóð. Dr. Karl Fries, fyrverandi fram- kvæmdastjóri alþjóðasambandsstjórnar K. F. U. M. í Geneve, er nú aftur seztur að í Svíþjóð. Hann var nýlega kosinn formaður K. F. U. M. í Stockhólmi og starfar ótrauð- ur fyrir fjelagið heima í föðurlandi sínu. Þýzkaland. Blaðaútgáfa er mikill þáttur í starfsemi K. F. U. M. þar í landi. Árangur þess starfs er meðal annars sá, að út- breiðsla og áhrif blaðanna, sem aðalstjórn þýzku fjelaganna gefur út, gefa af sjer mestan hluta þein-a tekna, sem hún hefir yfir að ráða. Nú er þar mikill áhugi og und- irbúningur fyrir því, að notfæra sjer þessa aðstöðu til þess, að hafa sem víðtækust og mest áhrif á almenna blaðamensku í land- inu. Alþjóðafundur K. F. U. M. í Helsing- í'ors, Iþróttamót þýzku fjelaganna í Niirn- berg í s. 1. júlím. og alþjóðaíþróttamótið í Kaupmannahöfn um sama leyti, hefur allt stutt mjög að því að vekja eftirtekt bæði dag- og vikublaðanna þýzku á K. F. U. M. og; það hefur svo orðið til þess, að gjöra fje- lagsskapinn kunnan nær og fjær. Japan. Mr. Kakehi, aðalframkvæmda- stjóri K. F. U. M. í Japan, segir frá eftir- farandi í brjefi, sem hann hefir nýlega skrif- að; „I vikunni sem leið heimsótti jeg K. F. U. M. í Osaka í fyrsta sinn í embættisnafni. Fjelagið hefir eignast eigið hús fyrir rúmu ári.-. Sjerstök sigurgleði ríkti meðal hinna tíu, ungu framkvæmdastjóra, sem þar voru samankomnir. Og var það nokkuð óeðlilegt? Þeir höfðu lokað ársreikningum fjelagsins skuldlausum, og þó haft yfir 8000 króna aukaútgjöld á árinu. Meðlimum fjelagsins hafði fjölgað úr 271—1180. 2295 ungir menn höfðu tekið þátt í kvöldskóla fjelagsins; 65 ungir menn bjuggu í húsi þess og yfir 800 rnanns höfðu þeir safnað saman í biblíu- hringi. 325 ungir menn höfðu tekið þátt í íþróttaæfingum fjelagsins. Þegar jeg ljet í ljósi undrun mína yfir þessari miklu blessun í starfinu, þá sagði iramkvæmdastjórinn, sem aðalstjórnina hafði á hendi: „Við höfum unnið mikinn sig- ur, en það er ekki mjer að þakka; þjer með- starfsmenn mínir hafið hjálpað til með trú- lyndri og óeigingjamri þjónustu, en við verðum að leita enn þá dýpra eptir leyndar-

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.