Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1927, Blaðsíða 8

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1927, Blaðsíða 8
6 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. stökk 2,95 m. Þorsteinn Fr. Þorsteinsson (U. M. F. A.) stökk 2,35 m. Hástökk. Svanbjörn Frímannsson (U. M. F. A.) stökk 1,47 m., Karl Pjetursson (U. F. F. A., stökk 1,47 m. og Konráð Gíslason (Valur) 1,37 m. Langstökk. Karl Pjetursson (U. M. F. A.) stökk 5,87 m., Konráð Gíslason (Valur) 5,78 m., Sæmundur Sæmundsson (Valur) 5,46 m. og Gunnar Thorarensen (U. M. F. A.) 5,09 m. 100 metra hlaup. Konráð Gíslason (Valur) rann skeiðið á 12l/r>0 sek., Sæmundur Sæ- mundsson (Valur) og Axel Þórðarson (Val- ur) á 13 sek. og Gunnar Thorarensen (U. M. F. A.) á 13,03 sek. 800 metra hlaup. Karl Pjetursson (U. M. F. A.) 2 mín. 3/s sek., Svavar Friðriksson (U. M. F. A.) 2 m. 23 sek. Valur tók ekki bátt í því hlaupi. 5000 metra hlaup. Karl Pjetursson 16 mín. 43!/5 sek., Svavar Friðriksson 16 mín. 51 sek., Kjartan Ólafsson 18 mín. 263/5 sek. (Allir frá U. M. F. A.). Kúluvax-p. Gestur Pálsson (Þór) kastaði 9.90 m. Friðþór Jakobsson (Þór) 9,22 m. Snori’i Jónasson (Valur) 8,64 m. Kringlukast. Friðrik Jesson (Valur) kast- aði 30,74 m. Edvarð Sigurgeirsson (U. M. F. A.) 25,25 m. Snorri Jónasson (Valur) 24,96 m. Spjótkast. Fi'iðrik Jesson (Valur) kastaði 37,60 m., Gestur Pálsson (Þór) 35,88 m., Kjartan Ólafsson (U. M. F. A.) 33,57 m. Ennfremur var keppt í knattsyrnu. 17. júní keptu Valur og U. M. F. A. og varð jafn- leikni með 4 mörkum hjá hvoru fjelagi. Seinna, rjett áður en við fórum frá Akur- fc-vri, kepptum við við þá aptur og varð þá einnig jafnleikni. Seinna kvöld mótisins keppti Valur við ,,Þór“ og sigruðum við með 4 mörkum gegn 0. Knattspymumennirnir á Akureyri eru leikmenn góðir og prýðis vel æfðir, einkum þó U. M. F. A., eins og úrslitin líka sýna. Þeir eru allir ungir, tápmiklir piltar, nokkuð harðleiknir, en sýna þó allopt mikla fimi og lipurð og hafa yfirleitt mikið vald á knett- inum. Sunnudaginn 19. júní bauð U. M. F. A. okkur í skemtiferð út úr bænum og komum við eftir tveggja kl. tíma akstur, að höfuð- bóli Eyjafjarðai’dals, er heitir Grund. Hún stendur því nær í miðjum dalnum, um 15 kílóm. suður frá Akureyri. Þar er dásamlega iVigurt. Kirkjan hreif okkur þegar í stað og bar okkur flestum saman um, að þetta væi’i fegursta kirkja, er við hefðum sjeð hjerlend- is. Hún er snotur og sviphýr að utan, en dá- samleg að innan. I hvelfingarboganum inni í kirkjunni standa letruð þessi orð: „Dýrð sje Guði í upphæðum“. Við gengum upp í tum- inn og út á turnsvalirnar; þaðan var af- bragðs útsýni. Kirkjan og íbúðarhúsin standa vestast og efst í túninu, en það breiðir sig, rennsljett, líðandi og bunguvax- ið, austur og niðurundir ána, þar tekur eng- ið við og fram með henni, og breikkar mjög þegar utar dregur, heitir þar Grundames. Efst í túninu, upp og vestur af húsunum, er all-mikill hóll, kallaður Helguhóll, og á hann að bera nafn sitt af Grundar-Helgu. Eru það einu minjarnar um hina nafnkunnu hús- freyju. Svo komum við að Kristnesi, sem er líka nerk jörð í Eyjafjarðardal og þekt af land- námssögu lands vors. Að Kristnesi eru Norð- lendingar nýbúnir að koma upp heilsuhæli miklu, sem kunnugt er. Það stendur á góðum og fögrum stað og ekkert til þess sparað. Akui’eyringar og Norðlendingar yfirleitt hafa verið örlátir og stórhuga er þeir lögðu út í að reisa þetta stórhýsi, sem verða mun minnismerki atoi’kusamrar kynslóðar. í bænum á Kristnesi fengum við kaffi eins og við vildum og margskonar kökutegundir með því. Þar var sungið bæði á undan og ept- ir kaffinu og yfirleitt mjög fjörugt og skemmtilegt. Knattspymufj elagið „Þór“ hjelt Akur-

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.