Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.12.1927, Blaðsíða 3

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.12.1927, Blaðsíða 3
MANAÐARBLAÐ KFUM REYKJAVÍK Desember 1 927 t Guðrún Pálsdóttir fjekk heimfararleyfi 17. nóvember. Allir liinir mörgu vinir hennar samfagna henni, að hún skuli vera leyst frá byrði ellinnar. Hún náði háum aldri, 88 voru æfiár henn- ar, og hvíldin var henni kærkomin gjöf. öllum, sem gengu út og inn í K. F. U. M. húsinu þótti vænt um Guðrúnu, og það sást við jarðarför hennar 23. nóv., að þar var samankominn vinahópur, það var sem börn væru að kveðju góða móður. Þegar jeg hugsa um starf hennar og kær- leika til hins heilaga mál- efnis, koma í huga minn orð postulans: „Ekkja sje tekin á skrá, sú sem orbin er fullra sextíu ára, hefir verib eins manns kona og er lofsamlega kunn ab gób- um verkum; sú er hefir hörn fóstrab, sú er hefir verib gestrisin, sú er hefir þvegib fœtur heilagra, sú er hefir hjálpab bág- stöddum, sú er hefir lagt stund á hvert gott verku. (1. Tim. 5. 9—10). Það er haldin skrá yfir þá, sem í fjelaginu eru. En frá því byrjað var á þessu starfi hjer í bæ, hefir ein ekkja verið á skrá. Hún var um sextíu ára að aldri, er starfið byrj aði innan K. P. U. M. og K. Ekkja sje tek- in á skrá, segir postulinn. Er nokkur sá, sem í K.F.U.M. hefir komið, að hann hafi ekki tekið Guðrúnu á skrá sinna tryggustu vina. Ávalt sat hún hjer á sínum stað, mynd af hinu stöðuga, mynd af trygð og trúfesti. í fjelaginu geymist mynd af Guðrúnu, er hún kom inn í salinn, og sat hlust- andi og biðjandi. Hinn síð- asta kafla æfinnar komst hún ekki hjálparlaust upp í salinn, en hún kom, hún mátti ekki til þess hugsa að vera ekki á kristilegri samkomu. I húsi K. F. U. M. hefir hún átt heima nærfelt 20 ár, og þar áður í Melsteðshúsi, þar sem æskan fagnaði kristnu starfi. Ávalt gladdist Guð- rún yfir starfinu, aldrei kvartaði hún yfir ónæðinu, en blessaði ætíð bernskuna og æskuna Það er áreið. anlegt, að hún hefir verið tekin á skrá af mörgum, enda átti hún tnarga og góða trygga vini, og vináttan var^ sólskin yfit lífsbraut hennar. Þessi vitnisburður geymist urcUGuðrúnu: Iiún var lofsamlega kunn að góðum verk-

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.