Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.12.1927, Blaðsíða 9

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.12.1927, Blaðsíða 9
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 7 andi, sumir okkar drengjanna hafa náð í hana til að lesa“. „Komdu með hana, er þú kemur, jeg skal borga blaðið. Færðu mjer allt, sem þú kannt að íinna, sem fjallar um jarla. Og ef ekkert er um jarla, þá eru greif- ar eða hertogar betri en ekkert, enda þótt hann minntist ekki á greifa eða hertoga. Hann talaði aðeins um jarl og við drápum á kórónu líka, en jeg hef aldrei sjeð neina kórónu. Jeg býst ekki við að þær sjeu hjer á slóðum“. „Ef nokkur skyldi hafa þær hjer,þá er það víst hann Tiffany, gimsteina og dýrgripa- sali“, sagði Dikk; „en jeg veit varla hvort jeg mundi þekkja þær, þó jeg sæi eina“. IJr. Hobbs gat ekki um að hann mundi heldur ekki geta þekkt slíkan grip, ef hann sæi hann. Hann ljet sjer nægja með að hrista höfuðið hátíðlega: „Jeg býst ekki við að mikil eptirspurn sje eptir þeim“, sagði Dikk og svo var það mál á enda. Þetta var upphafið á mikilli vináttu milli þeirra. Þegar Dikk kom til búðarinnar, tók Hobbs á móti honum með mikilli gestrisni. IJann setti fram stól handa Dikk innan við dyrnar, riett hjá eplatunnunni, og eptir að hinn ungi gestur hans var seztur, benti hann með hendinni, sem hann hjelt á pípu sinni með, á eplatunnuna og sagði: „Gjörðu svo vel og borðaðu eins og þjer líkar“. Síðan leit hann á blöðin, sem sagan var í, og þar á eptir lásu þeir og ræddu um hina ensku aðalsmannastjett. Og hr. Hobbs reykti pípu sína í ákafa og hrissti höfuðið mörgum sinnum. En mest var honum þó niðri fyrir, er hann benti á háa stólinn með hælaförum á fótunum. „Þetta eru spörkin hans“, sagði hann með áherzlu, „einmitt spörkin hans. Jeg sit hjer og horfi opt á þau. Svona gengur það upp og niður í heimi þessum. Já, þarna sat hann og át kex úr kexkassanum og eph úr tunnunni og fleygði kjörnunum út á götuna; nú situr hann í höll og er lávaröur. Þetta eru lávarð- arspörk og jarlsspörk verða þau með tíman- um. Stundum segi jeg við sjálfan mig, segi’eg : Jæja, faii jeg á bullandi, eg jeg skil það!“ Þessar hugleiðingar og heimsókn Dikks voru honum til mikils hugarljettis. Áður en Dikk fór heim, borðuðu þeir kvöldverð sam- an í litlu stofunni bak við búðina; þeir höfðu kex og ost og sardínur, og annan dósamat úr búðinni og hr. Hobbs opnaði hátíðlega tvær flöskur af öli, helti á tvö glös og stakk upp á að drekka minni. „Jeg drekk honum til!“ sagði hann og lypti upp glasi sínu, „og óska að hann geti gefið þeim góða lexíu, jörlum, greifum, her- togum og hvað þeir heita!“ Eptir það kvöld hittust þeir opt og fannst hr. Hobbs að allt væri nú skemmtilegra og ekki eins einmanalegt og áður. Þeir lásu „Aurablaðs“-sögurnar og margt annað fróð- legt og gjörðust fróðir um háttu og siði að- alsins, og' heldri manna; mundu þessar lítils- virtu stjettir hafa orðið forviða á þeim fróð- leik, ef þær hefðu komizt á snoðir um hann. Einn dag fór hr. Hobbs inn í bóksölubúð langt niðri í bæ í þeim ákveðna tilgangi að auka bókasafn sitt. Hann hallaði sjer fram á búðarborðið að einum afgreiðanda til að tala við hann. „Ilafið þjer“, sagði hann, „nokkra bók um jarla?“ „Hvað þá?“ sagði búðarþjóninn. „Bók um jarla?“ sagði kryddsalinn. „Jeg er hræddur um“, sagði búðai'þjóninn nokkuð skrítinn á svipinn, „að vjer höfum ekki það, sem þjer spyrjið um“. „Hafið ekki?“ sagði hr. Hobbs vandræða- legur, „jæja segjum, um greifa eða her- toga?“ „Jeg þekki engar slíkar bækur“, svaraði búðarmaður. Hobbs komst í standandi vandræði. Hann leit niður á gólfið, — síðan leit hann upp: „Heldur engar um kvenjarla?“ „Jeg' er hræddur um ekki!“ sagði hann og brosti við.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.