Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.12.1927, Blaðsíða 4

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.12.1927, Blaðsíða 4
2 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. um. Það sást lijer sem oftar, að gott trje hlýtur að bera góða ávöxtu. Hún kunni að sameina þetta tvent — að iöja og að biðja. En þegar vjer vinir hennar vorum með henni hin síðustu ár, þá sáum vjer, hvernig hún sameinaði þetta tvent, að biðja og að bíða. Það var sem hún væri að bíða eftir því, að dyrnar opnuðust, svo að hún gæti gengið inn til hinna sælu heimkynna. Já, hún var einmitt að bíða eftir því. Nú hafa dyrnar opnast, og vjer samfögnum henni. En er vjer lítum á farna vegferð hennar, hlýnar oss um hjartarætur, er vjer hugsum um þá konu, sem var kunn að góðuin verkum, liafði börn fóstrað, verið gestrisin og hjálpað bágstödd- um. Henni gat ekki liðið vel, ef hún hefði átt að sleppa gestrisninni. Hún mátti ekkert aumt sjá. Jú, hún sá það, en þá hjálpaði hún og gat þá miðlað af fátækt sinni. Hjer eiga við orð postulans: „Fátækir, en auðgum þó marga, öreigar, en eigum þó altu. Iiúu líktist Mörtu, því að hún var önnum kafin við mikla þjónustu, en hún líktist einnig Maríu, þvi það var hennar mesta yndi að sitja við fætur Drottins og hlusta á orð hans, og ekk- ert var henni meira sorgarefni en að vera of fjarri Guði. Þess vegna valdi hún hið eina nauðsynlega, og það sem hún hafði valið, tók hún með sjer heim til dýrðarlanda. Guðrún var sönn í trú sinni, og trygð hennar var falslaus. Margir og margar voru á skrá vináttunnar hjá henni. Nafn Guðrún- ar Pálsdóttur skal geymast í K. F. U. M. og K., eins og það geymist í hjörtum barna hennar og hinna nánustu ástvina. Um leið og vjer blessum minningu hennar, er það bæn vor, að það sje hið eftirsóknar- verðasta, að nöfn vor sjeu tekin á skrá í himnunum, að þetta sje hin mikla gleði, að þar sjeu nöfn vor rituð. Guði sjeu þakkir fyrir þá konu, sem var kunn að góðum vérkum. Blessuð sje minning hennar. Bj J. H var er frið að fmna? Það er ófriður hringinn í kring. Það er ófriðarblika yfir þjóðunum. Það er ófriður milli stjettanna. Ofriður er víða milli heimil- anna, og ófriður á heimilunum. Það erófrið- ur milli kirkjudeildanna. Ofriður milli marg- víslegra skoðana og kenninga innan sömu kirkjudeildar. — Hví er þetta svo? Þarf þessu að vera svo varið? Það er víst óhjá- kvæmilegt svo lengi sem ófriður ríkir innan mannshjartnanna. Og það eru til mörg manns- hjörtu, sem engan frið eiga. Hvers vegna þarf þetta að vera svo? Það er víst óhjá- kvæmilegt svo lengi sem mannshjartað á í ófriði við Guð, skapara sinn. Mannshjartað, sem ekki vill beygja sig undir vilja Guðs, eða vill aðeins elska Guð að hálíu leyti og sjálft sig að hálfu leyti. En þarl' þetta að vera svo? Er það óhjákvæmilegt að þurfa að lifa i ósátt við Guð? Nei! Það er unt að breyta því. Því Guð vill að það komist frið- ur á. — Með liverju getur sá friður fengizt? Með því einu að taka á móti frelsisgjöf Jesú Krists. Því liann hefur afrekað sáttargjörð- ina. Hann einn og enginn annar getur tekið í höndina á hinnm synduga manni og leitt hann inn til Guðs, síns himneska föður, og gjört guðs-óvin, sem áður var, að guðsbarni. Þegar Jesús fær leyfi til að gjöra þetta — hann tekur engan nauðugan — þá stígur friðurinn niður í mannshjartað og fyllir það. Því sá maður, sem lætur Jesúm semja frið við Guð fyrir sína hönd, fær stöðugan sálar- frið. Hann lifir svo í friði í veröldinni, og fyrir sitt leyti við alla menn. Ef allir ein- staklingar ættu þenna frið við Guð, þá mundi allur ófriður á jörð hætta. Ef vjer gefum friðar-anda Jesú Krists ráðrúm í hjört- um vorum, þá fáum vjer þann frið, sem ekki raskast, hve mikill ófriður, sem geysar í kring um OS3.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.