Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.12.1927, Blaðsíða 8

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.12.1927, Blaðsíða 8
6 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. gangstjettinni og starði á auglýsingaspjald Dikks; en á því stóð: Skóblankarameistari Dikk Tipton. Engra eptirbátur. Maðurinn starði svo lengi á spjaldið, að Dikk fór að verða forvitinn, og þegar hann var búinn að gefa skóm viðskiptavinar síns síðustu strokuna, sneri hann að manninum og sagði: „Skóburstun, herra?“ Hr. Hobbs, — því þetta var hann, — setti fótinn á skemilinn og settist á stólinn. „Já“, sagði hann. Og meðan Dikk tók til starfa, horfði hr. Hobbs ýmist á Dikk eða á spjaldið. „Hvar hafið þjer fengið þetta þarna?“ sagði hann loksins. „Það er frá einum vina minna“, sagði Dikk, „litlum drenghnokka. Hann gaf mjer alla útgerðina. Hann var einhver sá bezti piltur, sem jeg hef sjeð. Hann er í Englandi núna að verða einn af þessum lávörðum". „Lávarður — lávarður —“ spurði hr. Ilobbs hægt og hátíðlega, „lávarður Faunt- l(.roy, tilkomandi jarl á Dorincourt!” Dikk var nærri því búinn að missa burst- ann sinn. ,,Ó, herra“, sagði hann, þekkið þjer hann sjálfur?“ „Jeg hef þekkt hann“, svaraði hr. Hobbs og- þurkaði svitann af enni sjer, „allt af síð- an hann fæddist. Við vorum lífstíðarkunn- ingjar, það var svo!“ Hann komst eins og í dálitla æsingu að tala um þetta. Hann dró upp gullúr sitt úr vasanum og opnaði það og sýndi Dikk inn í það. „„Þegar þetta þú sjer, — þá mundu’ eptir mjer“,“ las hann. „Þetta var menjagripur handa mjer. „Jeg vil ekki, að þú gleymir mjer“, voru hans óbreytt orð. Jeg hefði mun- að eptir honum, þótt hann hann hefði ekkert gefið mjer, og jeg hefði ekki sjeð hár nje húð af honum aptur. Það var ekki hægt að gleyma honum“. „Ilann var voðalega góður snáði, sá bezti, sem jeg hef þekkt“, sagði Dikk, „svo skringi- legur og skýr. Jeg var hreykinn af honum. það var jeg. Við vorum líka vinir, mestu mátar frá byrjun, litli smælinginn og jeg. Jeg náði fyrir hann knettinum hans undan vagni: því gleymdi hann mjer aldrei; þegar hann kom hingað með mömmu sinni eða fóstru, kallaði hann: Sæll Dikk, til mín eins glaðlega eins og hann hefði verið sex fet á hæð, enda þótt hann næði mjer varla upp á hnje og gengi í stelpufötum. Iíann var svo glaðvær, og þegar maður var eitthvað mædd- ur, hresstist maður að tala við hann“. „Svo er það, alveg rjett“, sagði hr. Hobbs. „Það var auman að fara að gjöra jarl úr hon- um. IJann hefði orðið hreinasta afbragð sem kryddsali, eðá sem línsali; já, þar hefði hann sómt sjer!“ Og Ilobbs hristi höfuðið til merkis um vanþóknun sína. Það reyndist svo að þeir höfðu svo mikið að tala um saman, að það varð ekki sagt allt í einu, og svo kom þeim saman um að Dikk skyldi þá um kvöldið heimsækja hr. Hobbs í búðina til frekara samtals. Dikk þótti verulega vænt um þetta. Hann hafði verið munaðarlaus götudrengur nær því alla æfi, en hann hafði aldrei verið slæmur dreng- ur, og með sjálfum sjer hafði hann lengi alið þrá eptir að komast á dálítið virðulegra stig í mannfjelaginu. Síðan hann hafði fengið sitt eigið starf, hafði hann innunnið sjer svo mikið, að hann hafði ráð á að sofa undir þaki í staðinn fyrir að hafast við á strætum úti og hann var þegar farinn að vona, að hagur hans kynni að batna betur. Að vera svo boðinn að koma í heimsókn til virðulegs og velbúins borgara, sem átti hornbúð og hest og vagn, það fannst honum eins og æfin- týri. „Þekkirðu nokkuð til um jarla og kast- ala“ spurði hr. Hobbs. „Mjer hefði þótt gam- an að setja mig nánar inn í þau efni“. „Það er til saga um þess háttar fólk í ,.Aurablaðinu“, sagði Dikk. „Hún heitir: „Leyndardómur litlu kórónunnar; eða hefnd Maríu greifafrúar“. Hún er voðaspenn-

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.